Veður

Gular við­varanir á sunnan­verðu landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Viðvaranirnar ná yfir Suðurland, Suðausturland og Miðhálendið og taka gildi í fyrramálið.
Viðvaranirnar ná yfir Suðurland, Suðausturland og Miðhálendið og taka gildi í fyrramálið. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á sunnanverðu landinu vegna norðaustan hvassviðris eða storms sem gengur yfir landið á morgun.

Viðvaranirnar ná yfir Suðurland, Suðausturland og Miðhálendið og taka gildi í fyrramálið og gilda fram á kvöld. Spáð er að vindur geti náð að 35 metrum á sekúndum í hviðum.

  • Suðurland, 23. nóvember milli 8 og 18. Norðaustan 15-23 m/s og hviður geta náð yfir 30 m/s við fjöll, einkum undir Eyjafjöllum. Varasamt fyrir ökutæki, sérílagi þau sem eru viðkvæm fyrir vindi.
  • Suðausturland, 23. nóvember milli 5 og 19. Norðaustan 15-25 m/s, hvassast við Öræfajökul og hviður geta náð yfir 30 m/s þar. Varasamt fyrir ökutæki, sérílagi þau sem eru viðkvæm fyrir vindi.
  • Miðhálendið, 23. nóvember milli 5 og 19. Norðaustan 15-25 m/s, hvassast sunnantil og snarpar vindhviður sem geta staðbundið náð yfir 30 m/s. Varasamt ferðaveður. Einnig él eða snjókoma á köflum með takmörkuðu skyggni.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að það gangi í norðaustanstorm undir Eyjafjöllum, í Öræfum og undir Hafnarfjalli seint í nótt og fyrramálið með hviðum um 35 metrum á sekúndu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×