Þingmenn hleyptu kostnaðinum upp 27. september 2004 00:01 Alþingi verður sett næstkomandi föstudag en framkvæmdunum er rétt nýlokið. Að sögn Karls M. Kristjánssonar, rekstrar- og fjármálastjóra Alþingis, er um umfangsmiklar lagfæringar að ræða. Þannig var skipt um jarðveg undir húsinu þar sem að gólf lágu undir skemmdum vegna raka. Ný gólfefni hafa verið lögð í stórum hluta hússins og hafa veggir verið málaðir í sínum upprunalegu litum, hlýjum jarðartónum. "Það ríkti nokkur litagleði þegar húsið var byggt á sínum tíma og þessir litir hafa nú verið endurvaktir," segir Karl og bætir því við að mörg lög af málningu hafi verið skafin af veggjum svo að finna mætti upphaflega lagið. Það er skondin tilviljun að herbergi sumra þingflokkanna eru nú í litum sinna stjórnmálaflokka og þannig er herbergi framsóknarmanna nú grænt á lit. Einnig hefur verið bætt úr lýsingu í sjálfum þingsalnum. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 75 milljónir króna en þegar er ljóst að reikningurinn mun fara yfir 100 milljónir vegna ýmissa liða sem ekki var gert ráð fyrir. "Meðal annars varð veruleg röskun á framkvæmdunum í sumarbyrjun vegna þess að þinghald dróst mun lengur en menn bjuggust við. Þar við bættist sumarþing og þá varð enn meiri truflun á verkinu sem kostaði sitt," bætir Karl við. Stefnt er að frekari endurbótum næsta sumar sem meðal annars miða að því að bæta aðgang fatlaðra að þingpöllum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Alþingi verður sett næstkomandi föstudag en framkvæmdunum er rétt nýlokið. Að sögn Karls M. Kristjánssonar, rekstrar- og fjármálastjóra Alþingis, er um umfangsmiklar lagfæringar að ræða. Þannig var skipt um jarðveg undir húsinu þar sem að gólf lágu undir skemmdum vegna raka. Ný gólfefni hafa verið lögð í stórum hluta hússins og hafa veggir verið málaðir í sínum upprunalegu litum, hlýjum jarðartónum. "Það ríkti nokkur litagleði þegar húsið var byggt á sínum tíma og þessir litir hafa nú verið endurvaktir," segir Karl og bætir því við að mörg lög af málningu hafi verið skafin af veggjum svo að finna mætti upphaflega lagið. Það er skondin tilviljun að herbergi sumra þingflokkanna eru nú í litum sinna stjórnmálaflokka og þannig er herbergi framsóknarmanna nú grænt á lit. Einnig hefur verið bætt úr lýsingu í sjálfum þingsalnum. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 75 milljónir króna en þegar er ljóst að reikningurinn mun fara yfir 100 milljónir vegna ýmissa liða sem ekki var gert ráð fyrir. "Meðal annars varð veruleg röskun á framkvæmdunum í sumarbyrjun vegna þess að þinghald dróst mun lengur en menn bjuggust við. Þar við bættist sumarþing og þá varð enn meiri truflun á verkinu sem kostaði sitt," bætir Karl við. Stefnt er að frekari endurbótum næsta sumar sem meðal annars miða að því að bæta aðgang fatlaðra að þingpöllum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira