Innlent

Refsing milduð í stóra skútumálinu

Árni Sæberg skrifar
Henry Fleischer í Héraðsdómi Reykjaness á sínum tíma.
Henry Fleischer í Héraðsdómi Reykjaness á sínum tíma. Vísir/Vilhelm

Landsréttur hefur mildað fangelsisrefsingu Henrys Fleischer, 35 ára Dana, um eitt ár. Hann var upphaflega dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðkomu hans að skútumálinu svokallaða í fyrra.

Málið sneri að stórfelldu fíknefnabroti þriggja manna, þar á meðal Fleischers, með því að standa að innflutningi á hassi í júní í fyrra. Um var að ræða enn eitt skútumálið en að þessu sinni voru um 160 kíló af hassi í skútunni, sem þeir Fleischer og Poul Frederik Olsen, hugðust sigla til Grænlands frá Danmörku.

Í Héraðsdómi Reykjaness var Olsen dæmdur til sex ára fangelsisvistar, Fleischer fimm ára og þriðji maðurinn hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, var dæmdur í átján mánaða fangelsi, en hann kom til Íslands til að aðstoða hina tvo.

Fleischer var viðstaddur þegar Landsréttur mildaði refsingu hans í fjögurra ára fangelsi í dag.


Tengdar fréttir

Tungu­mála­vandi skútu­málsins

Snemma síðastliðinn þriðjudagsmorgun í Héraðsdómi Reykjaness, skömmu áður en þinghald í skútumálinu svokallaða hófst, höfðu lögmenn og verjendur orð á því að búast mætti við því að skýrslutökurnar myndu taka sinn tíma. Ástæðan má finna í tungumálaörðugleikum sem hafa einkennt málið.

Svona komst lögreglan á snoðir um skútuna

Rannsóknarlögreglumaður, sem stjórnaði rannsókninni á skútumálinu svokallaða, útskýrði fyrir dómi á þriðjudag hvernig lögregla komst á snoðir um skútuna sem í fundust tæplega 160 kíló af hassi. Mennirnir voru handteknir í júní á þessu ári við Garðskagavita á Reykjanesi.

Skútumálið: Tapaði öllu með því að fara til Íslands

Jonaz Rud Vodder, einn sakborninga í skútumálinu svokallaða, segist sjá eftir því að hafa farið í verkefni til Íslands þar sem hann var beðinn um að kaupa og afhenda vistir til skipverjanna sem voru í skútunni sem var að flytja tæplega 160 kíló af hassi til Grænlands í júní á þessu ári.

Þrír Danir á­kærðir í skútu­máli

Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. 

160 kíló af hassi voru í skútunni

Lagt var hald á tæplega 160 kíló af hassi í lögregluaðgerðum á Reykjanesi í skútumáli í lok júní. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×