Sveitarfélögin færri og stærri 30. september 2004 00:01 Sveitarfélögum á landinu fækkar úr 103 í 39 ef tillögur nefndar á vegum félagsmálaráðuneytisins verða samþykktar. Rúmlega 70% þjóðarinnar býr í þessum sveitarfélögum. Kosið verður um sameiningu átta sveitarfélaga í nóvember en í apríl á næsta ári er fyrirhuguð kosning um sameiningu áttatíu sveitarfélaga. Tillögurnar voru kynntar á fundi Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra, með sveitarstjórnarmönnum í gær. Þeir hafa nú tvo mánuði til að koma á framfæri athugasemdum áður en nefndin leggur fram endanlegar tillögur í desember. Í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir að Suðurnes verði eitt sveitarfélag, einnig Snæfellsnes, norðanverðir Vestfirðir og Vestur Skaftafellssýsla. Á höfuðborgarsvæðinu er gerð tillaga um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps annars vegar og Garðabæjar og Álftaness hins vegar. Tillögur sameiningarnefndarinnar miða að því að hvert sveitarfélag myndi heildstætt þjónustu- og atvinnusvæði og var miðað við að þau næðu ekki yfir stærra landsvæði en svo að níutíu prósent íbúanna væru innan þrjátíu mínútna akstursvegalengdar frá þjónustukjarna sveitarfélagsins eða grunnskóla. Þá eiga þau ekki að spanna stærra svæði en svo að þau geti myndað heildstætt samfélag og að samgöngur innan sveitarfélagsins séu greiðar. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra segir að markmið með sameiningu sveitarfélaganna sé meðal annars að gera þau nægilega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Einnig geri breytingarnar sveitarfélögin reiðubúin til að taka við nýjum velferðarverkefnum. Hefur í þeim efnum verið rætt um málefni fatlaðra, heilbrigðisþjónustu og vinnumiðlanir. Þá eru uppi tillögur um að sveitarfélögin taki að sér rekstur framhaldsskólanna, framkvæmd atvinnustefnu og samgöngumál, þar á meðal rekstur flugvalla. Árni segir það sameiginlegan skilning ríkis og sveitarfélaga að ekki verði gengið til þessara breyttu verkaskiptingar nema að samkomulag liggi fyrir um breytta tekjuskiptingu. Tillögur um hana verði að liggja fyrir áður en gengið verði til atkvæðagreiðslu um sameininguna í apríl. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Sveitarfélögum á landinu fækkar úr 103 í 39 ef tillögur nefndar á vegum félagsmálaráðuneytisins verða samþykktar. Rúmlega 70% þjóðarinnar býr í þessum sveitarfélögum. Kosið verður um sameiningu átta sveitarfélaga í nóvember en í apríl á næsta ári er fyrirhuguð kosning um sameiningu áttatíu sveitarfélaga. Tillögurnar voru kynntar á fundi Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra, með sveitarstjórnarmönnum í gær. Þeir hafa nú tvo mánuði til að koma á framfæri athugasemdum áður en nefndin leggur fram endanlegar tillögur í desember. Í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir að Suðurnes verði eitt sveitarfélag, einnig Snæfellsnes, norðanverðir Vestfirðir og Vestur Skaftafellssýsla. Á höfuðborgarsvæðinu er gerð tillaga um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps annars vegar og Garðabæjar og Álftaness hins vegar. Tillögur sameiningarnefndarinnar miða að því að hvert sveitarfélag myndi heildstætt þjónustu- og atvinnusvæði og var miðað við að þau næðu ekki yfir stærra landsvæði en svo að níutíu prósent íbúanna væru innan þrjátíu mínútna akstursvegalengdar frá þjónustukjarna sveitarfélagsins eða grunnskóla. Þá eiga þau ekki að spanna stærra svæði en svo að þau geti myndað heildstætt samfélag og að samgöngur innan sveitarfélagsins séu greiðar. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra segir að markmið með sameiningu sveitarfélaganna sé meðal annars að gera þau nægilega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Einnig geri breytingarnar sveitarfélögin reiðubúin til að taka við nýjum velferðarverkefnum. Hefur í þeim efnum verið rætt um málefni fatlaðra, heilbrigðisþjónustu og vinnumiðlanir. Þá eru uppi tillögur um að sveitarfélögin taki að sér rekstur framhaldsskólanna, framkvæmd atvinnustefnu og samgöngumál, þar á meðal rekstur flugvalla. Árni segir það sameiginlegan skilning ríkis og sveitarfélaga að ekki verði gengið til þessara breyttu verkaskiptingar nema að samkomulag liggi fyrir um breytta tekjuskiptingu. Tillögur um hana verði að liggja fyrir áður en gengið verði til atkvæðagreiðslu um sameininguna í apríl.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira