Efast um 11 milljarða 2. október 2004 00:01 Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar líkir frumvarpinu við glansmynd: "Tekjuafgangurinn gufar yfirleitt upp. Að meðaltali munar á hverju ári nærri 30 milljörðum króna á milli fjárlagafrumvarps og ríkisreiknings. Geir boðar nú 11 milljarða tekjuafgang en miðað við reynslu sögunnar má eins búast við að það verði 20 milljarða tap." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar-Græns framboðs tekur í svipaðan streng og bendir á að þótt bjartara sé nú en oft áður í tekjuöflun ríkissjóðs komi það ekki endilega til af góðu. "Ríkissjóður græðir á viðskiptahallanum en menn ættu að fara varlega í að hrósa sér, því þetta er ávísun á skuldasöfnun út á við. Sú staða er þegar orðin mjög alvarleg." Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins gagnrýnir skattalækkanir harðlega. Hann segir fjármálaráðherra hrósa sér af því að flöt tekjuskattslækkun komi flestum til góða því þeim hafi fjölgað sem borgi tekjuskatt. Þetta segi ekki alla söguna."Persónuafsláttur hefur ekki haldið verðgildi sínu og því borgar fleiri tekjuskatt en áður. Við viljum hækka skattleysismörk upp í um 100.000 krónur." Samfylkingin telur líka að flöt tekjuskattslækkun komi hinum best launuðu til góða. "Skattalækkanir nú eru með þeim hætti að grunnskólakennari í verkfalli fær andvirði eins bleyjupakka á mánuði, láglaunafólk með 150.000 kr. á mánuði fær minna en tvo bíómiða, en hálaunamaður með milljón á mánuði fær eina utanlandsferð á mánuði" segir Össur Skarphéðinsson sem vill lækka matarskattinn um helming og þar með matarreikning íslenskra heimila um fimm milljarða króna. Steingrímur J. segir vinstri-græna ætla að standa í lappirnar í fjármálum ríkisins: "Við getum verið sjálfum okkur samkvæm því við létum ekki fallerast í skattalækkanafárinu og tókum ekki þátt í loforðafylleríinu eins og sumir aðrir. Guðjón A. Kristjánsson gagrnýnir niðurskurð til vegamála. "Í mínu kjördæmi Norðvesturkjördæmi eru mikil verk að vinna í vegamálum. Þar er engin þensla ef frá er talið Norðurál sem gagnast ekkert síður Reykjavíkursvæðinu." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar líkir frumvarpinu við glansmynd: "Tekjuafgangurinn gufar yfirleitt upp. Að meðaltali munar á hverju ári nærri 30 milljörðum króna á milli fjárlagafrumvarps og ríkisreiknings. Geir boðar nú 11 milljarða tekjuafgang en miðað við reynslu sögunnar má eins búast við að það verði 20 milljarða tap." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar-Græns framboðs tekur í svipaðan streng og bendir á að þótt bjartara sé nú en oft áður í tekjuöflun ríkissjóðs komi það ekki endilega til af góðu. "Ríkissjóður græðir á viðskiptahallanum en menn ættu að fara varlega í að hrósa sér, því þetta er ávísun á skuldasöfnun út á við. Sú staða er þegar orðin mjög alvarleg." Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins gagnrýnir skattalækkanir harðlega. Hann segir fjármálaráðherra hrósa sér af því að flöt tekjuskattslækkun komi flestum til góða því þeim hafi fjölgað sem borgi tekjuskatt. Þetta segi ekki alla söguna."Persónuafsláttur hefur ekki haldið verðgildi sínu og því borgar fleiri tekjuskatt en áður. Við viljum hækka skattleysismörk upp í um 100.000 krónur." Samfylkingin telur líka að flöt tekjuskattslækkun komi hinum best launuðu til góða. "Skattalækkanir nú eru með þeim hætti að grunnskólakennari í verkfalli fær andvirði eins bleyjupakka á mánuði, láglaunafólk með 150.000 kr. á mánuði fær minna en tvo bíómiða, en hálaunamaður með milljón á mánuði fær eina utanlandsferð á mánuði" segir Össur Skarphéðinsson sem vill lækka matarskattinn um helming og þar með matarreikning íslenskra heimila um fimm milljarða króna. Steingrímur J. segir vinstri-græna ætla að standa í lappirnar í fjármálum ríkisins: "Við getum verið sjálfum okkur samkvæm því við létum ekki fallerast í skattalækkanafárinu og tókum ekki þátt í loforðafylleríinu eins og sumir aðrir. Guðjón A. Kristjánsson gagrnýnir niðurskurð til vegamála. "Í mínu kjördæmi Norðvesturkjördæmi eru mikil verk að vinna í vegamálum. Þar er engin þensla ef frá er talið Norðurál sem gagnast ekkert síður Reykjavíkursvæðinu."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira