Eign í stað skulda 14. október 2004 00:01 Ungt fólk mun geta nýtt lífeyrissparnað sinn við 25 ára aldur til húsnæðiskaupa nái hugmyndir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, alþingismanns, fram að ganga. Guðlaugur kynnti hugmyndir sínar á opnum fundi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, í gær en samkvæmt þeim mun vaxtabótakerfið verða lagt niður. Hyggst Guðlaugur leggja fram þingsályktunartillögu um málið. "Vaxtabótakerfinu er ætlað að auðvelda fólk að eignast húsnæði en kerfið er vinnuletjandi og hvetur fólk til að safna skuldum," segir Guðlaugur. Hann vill að nýtt kerfi sem byggist á eignamyndun ungs fólks í stað skuldsetningar leysi vaxtabótakerfið af hólmi. "Ungt fólk sem kemur úr námi og stofnar fjölskyldu þarf að leggja í miklar fjárfestingar til að koma þaki yfir höfuð sér. Vaxtabætur eru tekjutengdar og þær eru hluti af þeirri fátæktargildru sem ungt fólk lendir gjarnan í," segir Guðlaugur. Hugmynd Guðlaugs felur það í sér að námsmönnum verði gert kleift að leggja öll lífeyrisréttindi sín, sem þeir ávinna sér á námsárunum frá 16 til 25 ára aldurs, í húsnæðisparnað i vörslu lífeyrissjóða. Þegar námi lýkur geta þeir síðan valið um að nýta sparnað sinn til húsnæðiskaupa án þess að skattur verði dreginn af sparnaðinum eða leggja upphæðin í lífeyrissjóð. Samkvæmt útreikningum Guðlaugs næmi sparnaðurinn hjá hjónum eða sambúðarfólki með meðaltekjur 2,6 milljónum króna sem nýst gætu við útborgun í húsnæði. Á móti kemur þó að lífeyrisréttindi viðkomandi skerðast um 8 þúsund krónur á mánuði eftir að 67 ára aldri er náð. Guðlaugur segir kosti þessa kerfis mikla. "Í fyrsta lagi verður eignamyndun fólks mun hraðari. Í öðru lagi er fólki með þessu móti hjálpað til að eignast húsnæði í stað þess að borga vexti til að fá bætur. Í þriðja lagi ýtir kerfið undir sparnað, auk þess sem það er einfalt og auðskiljanlegt," segir Guðlaugur. Með því að afnema vaxtabótakerfið samhliða má spara 5 milljarða króna á ári og segir Guðlaugur að þeir fjármuni gætu nýst öðrum betur en þeim sem nú njóta vaxtabóta. "Fyrir þessa upphæð mætti til dæmis tvöfalda barnabætur," segir Guðlaugur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Ungt fólk mun geta nýtt lífeyrissparnað sinn við 25 ára aldur til húsnæðiskaupa nái hugmyndir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, alþingismanns, fram að ganga. Guðlaugur kynnti hugmyndir sínar á opnum fundi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, í gær en samkvæmt þeim mun vaxtabótakerfið verða lagt niður. Hyggst Guðlaugur leggja fram þingsályktunartillögu um málið. "Vaxtabótakerfinu er ætlað að auðvelda fólk að eignast húsnæði en kerfið er vinnuletjandi og hvetur fólk til að safna skuldum," segir Guðlaugur. Hann vill að nýtt kerfi sem byggist á eignamyndun ungs fólks í stað skuldsetningar leysi vaxtabótakerfið af hólmi. "Ungt fólk sem kemur úr námi og stofnar fjölskyldu þarf að leggja í miklar fjárfestingar til að koma þaki yfir höfuð sér. Vaxtabætur eru tekjutengdar og þær eru hluti af þeirri fátæktargildru sem ungt fólk lendir gjarnan í," segir Guðlaugur. Hugmynd Guðlaugs felur það í sér að námsmönnum verði gert kleift að leggja öll lífeyrisréttindi sín, sem þeir ávinna sér á námsárunum frá 16 til 25 ára aldurs, í húsnæðisparnað i vörslu lífeyrissjóða. Þegar námi lýkur geta þeir síðan valið um að nýta sparnað sinn til húsnæðiskaupa án þess að skattur verði dreginn af sparnaðinum eða leggja upphæðin í lífeyrissjóð. Samkvæmt útreikningum Guðlaugs næmi sparnaðurinn hjá hjónum eða sambúðarfólki með meðaltekjur 2,6 milljónum króna sem nýst gætu við útborgun í húsnæði. Á móti kemur þó að lífeyrisréttindi viðkomandi skerðast um 8 þúsund krónur á mánuði eftir að 67 ára aldri er náð. Guðlaugur segir kosti þessa kerfis mikla. "Í fyrsta lagi verður eignamyndun fólks mun hraðari. Í öðru lagi er fólki með þessu móti hjálpað til að eignast húsnæði í stað þess að borga vexti til að fá bætur. Í þriðja lagi ýtir kerfið undir sparnað, auk þess sem það er einfalt og auðskiljanlegt," segir Guðlaugur. Með því að afnema vaxtabótakerfið samhliða má spara 5 milljarða króna á ári og segir Guðlaugur að þeir fjármuni gætu nýst öðrum betur en þeim sem nú njóta vaxtabóta. "Fyrir þessa upphæð mætti til dæmis tvöfalda barnabætur," segir Guðlaugur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira