Innlent

Þingsályktun um heimilisofbeldi

Þingályktun um setningu lagaákvæðis um heimilisofbeldi hefur verið lögð fram á Alþingi. "Markmiðið er að ná utan um þann verknað sem heimilisofbeldi er, í víðum skilningi," sagði Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður Samfylkingarinnar, sem er fyrsti flutningsmaður þingsályktunarinnar. Ágúst Ólafur sagði, að heimilisofbeldi væri nú dæmt eftir mörgum ákvæðum refsilaga. Það væri eitt algengasta mannréttindabrot í heiminum en hvergi væri minnst á heimilisofbeldi í íslenskri löggjöf og það hvergi skilgreint. "Í heimilisofbeldismálum er helst dæmt eftir ákvæðunum hegningarlaga um líkamsárásir sem leggja áherslu á líkamlega áverka og aðferðina við brotið," sagði hann. "Áhöld eru því um hvort að þessi ákvæði ein og sér taki nægilega á heimilisofbeldi. Heimilisofbeldi getur verið af ýmsu tagi, andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi sem oft nær yfir langan tíma, er jafnvel án sýnilegra áverka og gerist innan veggja hemilisins. Þetta markar að nokkru leyti sérstöðu þessara brota."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×