Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þór­dís Kol­brún gefur ekki kost á sér

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokks á komandi landsfundi. Hún sækist ekki heldur eftir varaformannssætinu áfram.

Innlent
Fréttamynd

Af þingi í skóla­mál á Austur­landi

Líneik Anna Sævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur verið ráðin stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu hjá Fjarðabyggð. Líneik, sem mun hefja störf með vorinu, hefur setið á þingi frá 2013, með hléi. 

Innlent
Fréttamynd

Styðja sér­lög um Hvammsvirkjun

Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Of snemmt að á­lykta um þörf á endurtalningu at­kvæða

Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úr­slit kosninganna verða stað­fest

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn þurfi ferskt upp­haf

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa misst sjón af stefnu sinni og flokkurinn þurfi að fara aftur í grunnstefnuna. Hún íhugi alvarlega formannsframboð.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri

Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála.

Innlent
Fréttamynd

Undrast sinnu­leysi for­vera sinna og vill laga­breytingar

Ekki er unnt að reisa vatnsaflsvirkjanir og óvissa ríkir um viðamiklar innviðaframkvæmdir. Þetta er mat Umhverfisstofnunar eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt. Stjórnvöld voru á fimm ára tímabili upplýst í þrígang í minnisblöðum að eyða þyrfti óvissunni. Umhverfisráðherra undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingu.

Innlent
Fréttamynd

„Þarna náum við að svæla allt upp á yfir­borðið“

Forsætisráðherra segir að með bréfi til forstöðumanna hjá ríkinu sé verið að svæla upp á yfirborðið allar hugmyndir þeirra sem vel þekki til í kerfinu og þannig megi fara betur með fé. Slíkar umræður eigi ekki að koma neinum á óvart.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er mjög slæmt fyrir sam­fé­lagið í heild sinni“

Framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins segir grafalvarlegt fyrir íslenskt samfélag að héraðsdómur hafi ógilt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ef niðurstaðan standi beri stjórnvöld mikla ábyrgð og verði að breyta lögum. Á sama tíma sé verið að einfalda regluverk í Evrópu til að koma grænni orkuöflun af stað.

Innlent
Fréttamynd

Bjóst ekki við greiðslum frá Al­þingi

Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni. 

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að endur­skoða atkvæðagreiðslu utan kjör­fundar

Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari.

Innlent
Fréttamynd

Kjörnir full­trúar þurfi að huga að í­mynd sinni

Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun um síðustu mánaðamót. Þá fengu nokkrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á þing líka greitt frá borginni. Dæmi eru um greiðslur á fimmtu milljón. Forseti ASÍ segir að þessu sé svipað háttað á almennum markaði þegar skipt er um starf. Kjörnir fulltrúar þurfi hins vegar að velta fyrir sér ímynd sinni þegar þeir taki við tvöföldum greiðslum.

Innlent