Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fólk veltir fyrir sér hvort Ás­laug Arna hafi verið slompuð í ræðu­stól

Myndbandsbrot úr ræðu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins hafa nú gengið manna í millum síðan á þriðjudagskvöld. Fólk veltir því fyrir sér hvort þingmaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis í ræðunni og er þetta orðinn hálfgerður samkvæmisleikur víða, að horfa á ræðuna sem er orðin ein sú þekktasta á vorþinginu, þó ekki hafi verið lagt upp með það.

Innlent
Fréttamynd

Lítil hreyfing á fylgi stjórn­mála­flokkanna

Samfylkingin bætir lítillega við sig fylgi og mælist með yfir 27 prósent í nýjustu könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokka sem eru eða voru á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur stigum frá síðustu könnun en takmarkaðar hreyfingar eru annars á fylgi flokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur gefur grænt ljós á búvörulögin

Hæstiréttur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af öllum kröfum Innness í búvörulagamálinu. Hæstiréttur hefur því gefið grænt ljós á lögin umdeildu. Ríkisstjórnin hefur þegar boðað breytingu á lögunum til fyrra horfs.

Innlent
Fréttamynd

Framtíðarnefnd lifir og for­maðurinn fær tvær milljónir á ári

Forseti Alþingis lagði í dag fram frumvarp um að starfstími framtíðarnefndar verði framlengdur út kjörtímabilið og formanni hennar verði greitt álag á þingfararkaup. Formaðurinn Jón Gnarr fær tvær milljónir króna aukalega á ári verði frumvarpið að lögum. Þingmenn Miðflokksins vilja heldur að nefndin verði lögð niður.

Innlent
Fréttamynd

Þing í þágu kvenna

Við þingmenn setjum ekki bara lög og rífumst í spjallþáttum. Við gegnum líka mjög mikilvægu eftirlitshlutverki með stjórnvöldum. Það gerum við m.a. með því að leggja fram fyrirspurnir til ráðherra á Alþingi. Þessu eftirlitshlutverki tek ég alvarlega og legg reglulega fram fyrirspurnir bæði til skriflegs og munnlegs svars.

Skoðun
Fréttamynd

Þakkaði sjálf­boða­liðum og minnti á mikil­vægi í­þrótta

Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands og varaþingmaður Samfylkingarinnar og hélt sína fyrstu ræðu á Alþingi fyrir helgi. Hann nýtti tækifærið og þakkaði öllum þeim sem hafa starfað sem sjálfboðaliðar í kringum íþróttir og minnti þá landann á gríðarlegt mikilvægi íþrótta í samfélaginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun

Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega.

Innlent
Fréttamynd

„Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífs­hættu”

Ingibjörg Isaksen, þingkona Framsóknarflokksins, segir ljóst að þjónusturof verði hjá þeim sem þegið hafa þjónustu hjá Janusi endurhæfingu síðustu misseri. Úrræðinu verður lokað í lok mánaðar. Alls þiggja 55 þjónustu hjá úrræðinu sem er þverfagleg geðræn endurhæfing.

Innlent
Fréttamynd

Mál­þóf og/eða lýð­ræði?

Undirrituð er óðum að munstra sig í hlutverk sitt á háttvirtu Alþingi okkar Íslendinga. Ég kem inn í annað sinn sem varaþingmaður fyrir minn góða flokk, Flokk fólksins. Nú þegar líður að sumarfríi þá taka þingmál að dragast á langinn. Þetta er eitthvað sem að jafnaði fylgir þessum tíma árs.

Skoðun
Fréttamynd

Um­deildasti fríverslunar­samningur sögunnar?

Á miðvikudag fór fram síðari umræða á Alþingi um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Konungsríkisins Taílands. Umræðan stóð yfir í rúmar fjórar klukkustundir, frá 16:50 til 20:59.

Skoðun
Fréttamynd

Að mása eða fara í golf

„Ég get ekki annað en velt fyrir mér virðingu þeirra sem leika þennan leik gagnvart tíma fólks sem starfar á Alþingi.“ Svona másar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sig hása í grein á Vísi fyrr í dag þar sem hún viðurkennir að hún sé enn að reyna að skilja hvernig lýðræðisleg umræða gengur fyrir sig á Alþingi.

Skoðun
Fréttamynd

Logi for­dæmir um­mæli Jóns Gnarr um Vísi

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokki gekk á Loga Einarsson menningarráðherra á þinginu fyrr í dag varðandi styrki til frjálsra fjölmiðla. Þá spurði hún hann út í nýlega færslu þingmannsins Jóns Gnarr á Facebook en Logi vildi fordæma allan skæting í garð fjölmiðla – vill meina að um þá eigi að tala af ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Leikjanám­skeið fyrir full­orðna við Austur­völl

Árið 2000 kom út viðtalsbók sem hét „Í hlutverki leiðtogans“. Á meðal þeirra sem voru þar til viðtals var Davíð Oddsson, sem nú hefur verið ritstjóri Morgunblaðsins í næstum 16 ár en var um tíma formaður Sjálfstæðisflokks og forsætisráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Enn þjar­mað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins

Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í pontu Alþingis, undir liðnum Fundarstjórn forseta, og greindi frá því að fyrir lægi bréf frá ríkisendurskoðanda til Flokks fólksins þar sem varað hefði verið við að hann fengi ólögmæta styrki.

Innlent
Fréttamynd

Skýr og lausnamiðuð af­staða Fram­sóknar til veiðigjalda

Framsókn hefur tekið skýra og málefnalega afstöðu í umræðunni um veiðigjöld. Við styðjum heilshugar réttmæta kröfu samfélagsins um að sameiginleg sjávarauðlind þjóðarinnar skili arði sem gagnast samfélaginu öllu. Hins vegar skiptir máli hvernig það er gert. Óvönduð skattheimta getur skaðað atvinnulíf, dregið úr nýsköpun og veikt byggðir sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi.

Skoðun
Fréttamynd

Að mása sig hása til að tefja

Hvernig er í nýju vinnunni er spurning sem ég fæ mjög reglulega þessa dagana. Ég get sagt mjög margt um nýju vinnuna sem ég er ákaflega stolt af, eins og það hvað hér er mikið af öflugu fólki úr ólíkum áttum, verkefnin eru bæði spennandi og krefjandi og ég fæ að kynnast vel ýmsum krókum og kimum samfélagsins á allt annan hátt en áður en ég byrjaði að vinna sem þingkona.

Skoðun
Fréttamynd

Þing­menn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum

Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum.

Innlent