Innlent

Telja samtvinnun óheimila

Stjórn INTER, samtaka netþjónusta, sendi í gær kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna nýrra tilboða á netþjónustu hjá Og Vodafone og Símanum. INTER telur að um ólöglega samtvinnun þjónustu á milli óskyldra markaða sé að ræða, auk skaðlegrar undirverðlagningar. "Í ljósi þess að Samkeppnisstofnun hefur undanfarin misseri tekið sér mjög langan tíma til að úrskurða um kvartanir sem þangað berast, en meðalafgreiðslutími mála er rúmir 16 mánuðir á síðasta ári [...] hefur INTER jafnframt lagt fram kröfu um að Samkeppnisstofnun taki málið til bráðabirgðaúrskurðar," segir í tilkynningu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×