Tækni

Fréttamynd

Vélfag stefnir ríkinu

Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fram­tíð hljóðsins er lent á Ís­landi

WiiM hefur með framúrskarandi hætti náð að gera hágæða hljóð aðgengilegt fyrir alla. Tónlistar streymisspilarar WiiM bjóða upp á einstaka blöndu af nýjustu tækni með Hi-Res streymi, fjölherbergjaspilun, fullkomnum tónjafnara og herbergisleiðréttingu, framúrskarandi hljómgæðum og einstaklega notendavænu viðmóti, allt á verði sem áður var óhugsandi.

Samstarf
Fréttamynd

Fundu Guð í App store

Tugir milljóna nýta sér nú svokölluð trúarleg spjallmenni í sínu daglega lífi en ógrynni af kristnum gervigreindarforritum hafa flætt inn á appverslanir síðustu mánuði. Sumir segja jafnvel að það hafi hjálpað að komast yfir áföll með því að spjalla við meintan Drottinn í gegnum gervigreindarforrit.

Erlent
Fréttamynd

Guð­laugur Þór í klandri með klukkuna

Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins pirraðist í pontu Alþingis í dag undir umræðu um fjárlagafrumvarpið þegar klukkan þingsalnum, sem gefur ræðutíma þingmanna til kynna, klikkaði á meðan hann var að tala.

Lífið
Fréttamynd

Ueno snýr aftur og Haraldur fram­kvæmda­stjóri

Haraldur Þorleifsson hefur aftur tekið við framkvæmdastjórn tækni- og hönnunarfyrirtækisins Ueno. Fyrirtækið stofnaði hann sjálfur fyrir rúmum áratug en seldi síðar til samfélagsmiðlarisans sem þá hét Twitter. „Ueno er komið aftur,“ skrifar Haraldur í færslu á Facebook í dag þar sem hann greinir frá tíðindunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­land fýsi­legur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpa­manna

Tveir menn voru handteknir eftir aðgerð hér á landi þar sem starfsemi einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims var stöðvuð. Forstöðumaður netöryggissveitar bendir á að löggjöf hér á landi taki ekki á námugreftri sem geri Ísland að fýsilegri kosti í augum glæpamanna fyrir rafmyntaþvott.

Innlent
Fréttamynd

Vara við svikapóstum í þeirra nafni

Hagkaup varar við svikapóstum sem nú eru í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem notendum er boðið að svara stuttri könnun gegn því að fá kassa af ilmvötnum.

Innlent
Fréttamynd

Lög­festa bann gegn síma­notkun í skólum

Þingmenn í Suður-Kóreu hafa samþykkt að banna notkun farsíma og annarra snjalltækja í skólum landsins. Þá er stefnt að því að skólar kenni börnum og unglingum ábyrga snjalltækjanotkun.

Erlent
Fréttamynd

Skortur á er­lendum sér­fræðingum helsta hindrunin fyrir vöxt hugverkaiðnaðar

„Flókið, tímafrekt og ófyrirsjáanlegt“ umsóknarferli þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum fyrir sérfræðimenntað starfsfólk skapar óvissu og tafir fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði, að sögn hagsmunasamtaka greinarinnar, sem aftur dregur úr vaxtarmöguleikum þeirra. Kallað er eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægjanlegt framboð erlendra sérfræðinga og eins að stuðningsumhverfi vaxtarfyrirtækja verði eflt þegar þau eru í þeim sporum að hefja framleiðslu og markaðssókn þannig að starfsemin haldist í landinu.

Innherji
Fréttamynd

Kalt stríð sé í gangi á netinu

Ýmir Vigfússon, tæknistjóri Keystrike, segir árásir á innviði mun algengari en fólk heldur. Ákveðnir hakkarahópar séu búnir að koma sér fyrir innan innviða ríkja. Stórir glæpahópar og óvinveitt ríki standi fyrir þessum árásum. Hann segir miklu dýrara að verða fyrir árás en að tryggja sig fyrir henni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tæknin á ekki að nota okkur

Tæknin í dag er ótrúleg!Hún tengir okkur við vini og fjölskyldu, gerir okkur skilvirkari, hjálpar okkur við dagleg störf og býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Hún opnar heim af þekkingu og eflir nýsköpun.

Skoðun
Fréttamynd

Góð­hjartaður dýrahirðir og tæknigúrú

Á ferðum sínum um landið þegar RAX vann fyrir Morgunblaðið, hittu hann og blaðamaðurinn Guðni Einarsson margar merkilegar og áhugaverðar týpur. Þeirra á meðal var hinn tækisinnaði Jóhann Þorsteinsson á Sandaseli. Hann hafði frá unga aldri sýnt mikinn áhuga á tækjum og tækni.

Lífið