Hætta á auknum skattsvikum 8. ágúst 2005 00:01 "Mér finnst það mjög einkennilegt að á sama tíma og verið er að ræða um offituvandamál hér á landi, þá standi jafnvel til að lækka neðra þrep virðisaukaskatts sem einkum leggst á matvæli. Íslenskar landbúnaðarvörur eru í þessum flokki og þær eru mjög fituríkar," segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vegna þeirrar umræðu sem nú er um að mögulega standi til að lækka neðra þrep virðisaukaskatts um allt að helming. "Ef neðra þrepið yrði lækkað um helming og niður í sjö prósent eins og rætt hefur verið um, eykst líka hvatningin til að svíkja undan skatti því munurinn á sjö prósentunum og svo tuttugu og fjórum og hálfu prósenti er orðinn mjög mikill. En rökin með slíku eru þau að slíkar lækkanir kæmu þeim sem lægstar hafa tekjurnar til góða vegna þess að þeir eyða meira hlutfallslega af tekjum sínum í matvæli," segir Pétur. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að samtökin hafi lagt til að allur matur yrði færður í eitt þrep því virðisaukaskattur á matvæli væri hér á landi með því hæsta sem gerðist í Evrópu að Danmörku undanskildu. "Við værum hins vegar ekki mjög hrifnir af því að lækka þennan skatt um helming eins og rætt hefur verið um því þá er komið allt of breitt bil á milli skattþrepa. Eðlileg lækkun væri niður í um tólf prósent og meira máli skiptir líka að vörugjöldin séu tekin af. Of mikið bil eykur hættu á undanskotum auk þess sem vörugjöldin eru skattur," segir Sigurður. Hann segir vörugjöldin mismikil og þau séu mjög ósanngjörn. "Það leggst til dæmis 28 krónu vörugjald á kaffi og 35 krónur á te. Vörugjöldin eru eitthvað sem mikilvægt er að skoða núna þegar þessi mál eru á dagskrá," segir Sigurður. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
"Mér finnst það mjög einkennilegt að á sama tíma og verið er að ræða um offituvandamál hér á landi, þá standi jafnvel til að lækka neðra þrep virðisaukaskatts sem einkum leggst á matvæli. Íslenskar landbúnaðarvörur eru í þessum flokki og þær eru mjög fituríkar," segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vegna þeirrar umræðu sem nú er um að mögulega standi til að lækka neðra þrep virðisaukaskatts um allt að helming. "Ef neðra þrepið yrði lækkað um helming og niður í sjö prósent eins og rætt hefur verið um, eykst líka hvatningin til að svíkja undan skatti því munurinn á sjö prósentunum og svo tuttugu og fjórum og hálfu prósenti er orðinn mjög mikill. En rökin með slíku eru þau að slíkar lækkanir kæmu þeim sem lægstar hafa tekjurnar til góða vegna þess að þeir eyða meira hlutfallslega af tekjum sínum í matvæli," segir Pétur. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að samtökin hafi lagt til að allur matur yrði færður í eitt þrep því virðisaukaskattur á matvæli væri hér á landi með því hæsta sem gerðist í Evrópu að Danmörku undanskildu. "Við værum hins vegar ekki mjög hrifnir af því að lækka þennan skatt um helming eins og rætt hefur verið um því þá er komið allt of breitt bil á milli skattþrepa. Eðlileg lækkun væri niður í um tólf prósent og meira máli skiptir líka að vörugjöldin séu tekin af. Of mikið bil eykur hættu á undanskotum auk þess sem vörugjöldin eru skattur," segir Sigurður. Hann segir vörugjöldin mismikil og þau séu mjög ósanngjörn. "Það leggst til dæmis 28 krónu vörugjald á kaffi og 35 krónur á te. Vörugjöldin eru eitthvað sem mikilvægt er að skoða núna þegar þessi mál eru á dagskrá," segir Sigurður.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira