Menning

Opnar síðu um Brynjólf Sveinsson

Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, opnar í dag heimasíðu um Brynjólf Sveinsson, biskup í Skálholti, í tilefni þess að fjögur hundruð ár eru liðin frá fæðingu hans. Brynjólfur gegndi mikilvægu hlutverki í sögu Íslands sem leiðtogi kirkjunnar, veraldlegur höfðingi, heimspekingur, fræðimaður, latínuskáld og frum­kvöðull á sviði mennta og kirkju­stjórnar. Hann hafði forgöngu um að safna handritum og lét skrifa þau upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×