Misjöfn skattbyrði 15. ágúst 2006 00:01 Ég er sammála unga fólkinu í Sjálfstæðisflokknum þegar kemur að skattskránni sem liggur frammi fyrir gesti og gangandi að glugga í. Mér finnst verst að hafa ekkert heyrt af því hvernig þeim gekk að standa vaktina við að einoka sætin og skrárnar. Það er nefnilega ekkert því til fyrirstöðu að birta upplýsingar um hvernig skattbyrðin dreifist þó fólk sé ekki með nefið ofan í því hver borgar hve mikið. Nafnbirtingar gera ekkert til að auka á aðhald eða réttlátari skattlagningu. Upplýsingarnar sem Moggi birti um fjölda þeirra sem borga ekki einu sinni vinnukonuútsvar vegna þess að þau borga bara skatt af fjármagnstekjum, eru jafn fróðlegar þótt þeim fylgi ekki nöfn og heimilisföng. Enda getur kona ekki sakast við fólkið sem greiðir þessa skatta ef henni finnst það óréttlátt heldur getur hún bara bölsótast út í kerfið, eða öllu heldur þau sem eru ábyrg fyrir kerfinu. Það er vissulega rétt hjá þeim hjá Samtökum atvinnulífsins að skattlagning getur haft áhrif á athafnir fólks. Að sönnu varla á hegðan okkar, venjulegs launafólks, sem borgum skattana í staðgreiðslu af þeim krónum sem við vinnum okkur inn, heldur hinna sem eiga eignir sem þeir geta fært fram og til baka eftir því hvar er hagstæðast að greiða skatta, eða hafa einhverja þá aðstöðu að þeir geti hagrætt því hvernig tekjurnar þeirra verða til. Hins vegar varð ég meira en lítið pirruð yfir reiknikúnstum þeirra hjá atvinnulífinu þegar þeir sögðu að taka yrði tillit til verðbólgunnar þegar hugað væri að fjármagnstekjuskatti, vegna þess að því er mér skildist að verðbólgan hefði rýrt eignina og því væri skattprósentan í rauninni hærri en virtist við fyrstu sýn. En launin, spyr ég, fávís konan, rýrna þau ekki líka í verðbólgunni? Er ekki króna sem ég vinn mér inn í dag verðminni en króna sem ég vann mér inn í fyrra? Hefur þá skattbyrði mín hækkað frá því í fyrra þrátt fyrir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar? Er verðbólgan þá allt í einu orðin skattur en ekki afleiðing af slæmri efnahagsstjórn, eða á sú speki aðeins við um eignafólk en ekki venjulegt fólk? Því er haldið fram að tekjurnar sem koma í ríkissjóð af fjármagnstekjum séu því að þakka að skattaumhverfinu var breytt fyrir tíu árum síðan og þá hafi fólk farið að hreyfa eigur sínar sem það gerði ekki fyrr vegna hárra skatta. Það getur svo sem vel verið að eitthvað sé til í þessu, hinu finnst mér undarlegt að ráðamenn gleymi, sem sagt að við lifum í allt öðru þjóðfélagi í dag en fyrir tíu árum síðan. Allt viðskiptaumhverfið hefur breyst. Þegar EES-samningurinn gekk í gildi í ársbyrjun árið 1994 sköpuðust hér aðstæður til að stunda viðskipti án leyfisveitinga, ekki þurfti lengur stimpil í utanríkisráðuneytinu til að flytja út fisk. Ég hallast að því að það sé ekki síður hið almenna viðskiptaumhverfi sem skipti máli þegar aukning þessa skatttekna ríkisins er skýrð. Ef ég man rétt átti skattaumhverfið að laða fjárfesta til landsins. Það hefur ekki gerst, íslensk fyrirtæki fjárfesta hins vegar hvert í kapp við annað í útlöndum. Þegar talað er um að fjármagn verði flutt úr landi ef skattaumhverfinu verði breytt í horf sem fólki finnst réttlátara en það sem við höfum í dag þá hlýtur að vera átt við að íslensku fyrirtækin fari úr landi, eða flytji höfuðstöðvar sínar úr landi, eða að þau sem lifa af fjármagnstekjum einum saman taki hatt sinn og staf. Ég er ekki viss um að svo yrði því römm er sú taug ... Í lokin aðeins um ofurlaunin, ég tek undir með þeim sem hafa minni áhyggjur af þeim en fátækt í landinu. Þó er ljóst að menn eru farnir að skammta sér vel. Kannski ekki furða því það er lenska hér á landi. Kjörtímabilsins, sem lýkur næsta vor, verður væntanlega minnst fyrir að þá ákváðu íslenskir stjórnmálamenn að þeir skyldu ekki vera eftirbátar hæst launaðra forstjóra lýðveldisins. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Ég er sammála unga fólkinu í Sjálfstæðisflokknum þegar kemur að skattskránni sem liggur frammi fyrir gesti og gangandi að glugga í. Mér finnst verst að hafa ekkert heyrt af því hvernig þeim gekk að standa vaktina við að einoka sætin og skrárnar. Það er nefnilega ekkert því til fyrirstöðu að birta upplýsingar um hvernig skattbyrðin dreifist þó fólk sé ekki með nefið ofan í því hver borgar hve mikið. Nafnbirtingar gera ekkert til að auka á aðhald eða réttlátari skattlagningu. Upplýsingarnar sem Moggi birti um fjölda þeirra sem borga ekki einu sinni vinnukonuútsvar vegna þess að þau borga bara skatt af fjármagnstekjum, eru jafn fróðlegar þótt þeim fylgi ekki nöfn og heimilisföng. Enda getur kona ekki sakast við fólkið sem greiðir þessa skatta ef henni finnst það óréttlátt heldur getur hún bara bölsótast út í kerfið, eða öllu heldur þau sem eru ábyrg fyrir kerfinu. Það er vissulega rétt hjá þeim hjá Samtökum atvinnulífsins að skattlagning getur haft áhrif á athafnir fólks. Að sönnu varla á hegðan okkar, venjulegs launafólks, sem borgum skattana í staðgreiðslu af þeim krónum sem við vinnum okkur inn, heldur hinna sem eiga eignir sem þeir geta fært fram og til baka eftir því hvar er hagstæðast að greiða skatta, eða hafa einhverja þá aðstöðu að þeir geti hagrætt því hvernig tekjurnar þeirra verða til. Hins vegar varð ég meira en lítið pirruð yfir reiknikúnstum þeirra hjá atvinnulífinu þegar þeir sögðu að taka yrði tillit til verðbólgunnar þegar hugað væri að fjármagnstekjuskatti, vegna þess að því er mér skildist að verðbólgan hefði rýrt eignina og því væri skattprósentan í rauninni hærri en virtist við fyrstu sýn. En launin, spyr ég, fávís konan, rýrna þau ekki líka í verðbólgunni? Er ekki króna sem ég vinn mér inn í dag verðminni en króna sem ég vann mér inn í fyrra? Hefur þá skattbyrði mín hækkað frá því í fyrra þrátt fyrir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar? Er verðbólgan þá allt í einu orðin skattur en ekki afleiðing af slæmri efnahagsstjórn, eða á sú speki aðeins við um eignafólk en ekki venjulegt fólk? Því er haldið fram að tekjurnar sem koma í ríkissjóð af fjármagnstekjum séu því að þakka að skattaumhverfinu var breytt fyrir tíu árum síðan og þá hafi fólk farið að hreyfa eigur sínar sem það gerði ekki fyrr vegna hárra skatta. Það getur svo sem vel verið að eitthvað sé til í þessu, hinu finnst mér undarlegt að ráðamenn gleymi, sem sagt að við lifum í allt öðru þjóðfélagi í dag en fyrir tíu árum síðan. Allt viðskiptaumhverfið hefur breyst. Þegar EES-samningurinn gekk í gildi í ársbyrjun árið 1994 sköpuðust hér aðstæður til að stunda viðskipti án leyfisveitinga, ekki þurfti lengur stimpil í utanríkisráðuneytinu til að flytja út fisk. Ég hallast að því að það sé ekki síður hið almenna viðskiptaumhverfi sem skipti máli þegar aukning þessa skatttekna ríkisins er skýrð. Ef ég man rétt átti skattaumhverfið að laða fjárfesta til landsins. Það hefur ekki gerst, íslensk fyrirtæki fjárfesta hins vegar hvert í kapp við annað í útlöndum. Þegar talað er um að fjármagn verði flutt úr landi ef skattaumhverfinu verði breytt í horf sem fólki finnst réttlátara en það sem við höfum í dag þá hlýtur að vera átt við að íslensku fyrirtækin fari úr landi, eða flytji höfuðstöðvar sínar úr landi, eða að þau sem lifa af fjármagnstekjum einum saman taki hatt sinn og staf. Ég er ekki viss um að svo yrði því römm er sú taug ... Í lokin aðeins um ofurlaunin, ég tek undir með þeim sem hafa minni áhyggjur af þeim en fátækt í landinu. Þó er ljóst að menn eru farnir að skammta sér vel. Kannski ekki furða því það er lenska hér á landi. Kjörtímabilsins, sem lýkur næsta vor, verður væntanlega minnst fyrir að þá ákváðu íslenskir stjórnmálamenn að þeir skyldu ekki vera eftirbátar hæst launaðra forstjóra lýðveldisins. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun