Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar 10. nóvember 2024 08:30 Ég ætla að rekja hér aðeins merkingu orðsins inngilding því ég held að margt fólk hafi misskilið það, og nú er það allt í einu á milli tannanna á fólki í aðdraganda kosninga. Inngilding er nýlegt orð í almennu máli en það hefur þó verið í notkun í nokkur ár. Orðið kom fyrst fram í félagsvísindum en hefur nú náð hljómgrunni víðar og þess vegna eru fleiri að reka sig á það en áður. Þetta er ekki séríslenskt hugtak eða einhver hugmyndafræði, heldur er þetta einfaldlega þýðing á enska orðinu inclusion. Ástæðan fyrir því að okkar ástkæra ylhýra þurfti þetta tiltekna nýyrði er að í fjölmörgum fræðigreinum var farið að fjalla um mikilvægi inclusion og það þótti ekki tækt að íslenskan hefði ekki sitt eigið orð. (Áður var þetta oft umorðað í „jöfn tækifæri“ eða „án aðgreiningar“). En hvað er inngilding? Margt fólk virðist setja einhvers konar samasem merki á milli inngildingar og umræðu um innflytjendur á Íslandi. Inngilding er samt alls ekki eitthvað sem á bara við um fólk af erlendum uppruna. Inngilding nær yfir allar þær athafnir, gjörðir eða orð sem við gerum eða segjum til þess að fólki í kringum okkur líði ekki útundan. Að huga að inngildingu er að velta fyrir sér þeim þáttum sem geta verið útilokandi og reyna að bæta úr þeim. Inngilding getur t.d. verið að vita að einn úr vinahópnum, sem heyrir illa, hefur ekki gaman af því að fara út að borða á hávaðasömum veitingastöðum – og taka það til greina. Vinahópurinn er að vera inngildandi ákveði þau, með tilliti til þess aðila, að fara frekar á rólegan veitingastað svo að allur hópurinn geti notið þess að vera saman. Þau kalla þetta kannski ekki inngildingu og þau gera þetta kannski bara ómeðvitað, en þetta er eitt form af inngildingu. Inngilding getur líka verið að átta sig á því að notendur hjólastóla komast ekki leiðar sinnar á tilteknu svæði og bæta markvisst úr aðgengi þeirra. Reyndar væri besta formið af inngildingu í þessu tilfelli að hanna öll rými með það í huga að notendur hjólastóla komist þar um. Það að konur séu komnar út á vinnumarkaðinn í meira mæli en um miðja síðustu öld er einfaldlega vegna inngildingar. Við kölluðum það ekki inngildingu af því að hugtakið var ekki komið, en það var samt ákveðið form af inngildingu. Inngilding er semsagt bara hugtak sem nær yfir ýmislegt sem fólk gerir til að veita öðrum tækifæri til að efla sig og taka þátt til jafns við aðra. Inngilding, gagnvart innflytjendum, getur verið að sjá hvenær og í hvaða aðstæðum þeim líður útundan og reyna að bjóða þeim með í það sem verið er að gera. Það getur t.d. verið form af inngildingu að bjóða öllu fólki góðan daginn, sama hvort það líti út fyrir að tala íslensku eða ekki. Segjum svo að afgreiðslumanneskja bjóði öllum góðan daginn með bros á vör – en einungis þeim sem hún telur að skilji íslensku, út frá útliti. Hinir einstaklingarnir sem fá ekki sama viðmót munu líklega taka eftir því og upplifa sig á einhvern hátt útundan. Þarna væri þá inngildandi bjóða öllu fólki góðan dag, geri maður það á annað borð. Auðvitað fer það svo eftir aðstæðum hvers einstaklings sem ekki er boðið góðan dag hversu útilokandi upplifunin er – en ef fólk upplifir ítrekaða útilokun þá getur form af hversdagslegri kurteisi sem allir í kringum mann fá, nema maður sjálfur, verið stingandi áminning útilokunar. Af hverju ekki aðlögun? Ástæðan fyrir því að ekki lengur er talað um aðlögun í þeim fræðum sem hafa verið að stúdera hvernig hægt sé að bæta samfélagið, er að aðlögun er yfirleitt einhliða og hefur á endanum ekki tilætluð áhrif. Til að einfalda málið væri hægt að segja að það að krefja fólk um aðlögun væri líkt og að segja einstaklingi, með aðgengisþarfir sem samfélagið tekur ekki sjálfkrafa tillit til, að hann verði bara að sætta sig við að komast ekki leiðar sinnar og samfélagið sé nú bara svona. Ef öll viðleitni til að bæta aðstæður þess aðila er slegin út af borðinu, þá er samfélagið ekki inngildandi. Í tilfelli innflytjenda felur aðlögun oft í sér tilætlun um að afneita sínum menningarlega bakgrunni, eða þurfa að fela hann, til að vera samþykkt. Inngilding snýr frekar að því að fólk megi taka þátt í samfélaginu okkar sem einstaklingarnir sem þau eru. Hér óttast fólk oft að hér sé verið að segja að íslensk menning eða samfélag eigi að lúta í lægra haldi. En það er alls ekki það sem átt er við. Inngilding snýst mun frekar að því að bjóða fólk velkomið inn í menninguna og leyfa því að taka þátt í henni með okkur. Þannig lifir menningin áfram frekar en að verða einhvers konar aðgreiningartól. Reynslan hefur sýnt sig, að fái fólk tækifæri til að vera virkir þátttakendur, lifa í öryggi og eiga gott tengslanet, þá líður því betur – og samfélagið nýtur góðs af því. Þetta á hér ekki bara við um innflytjendur, því eins og ég kom að áðan þá hefur inngilding margar birtingarmyndir og snýst um að skoða ólíkar þarfir, ólíkra einstaklinga, til að öll geti upplifað jöfn tækifæri. Það er samfélaginu í hag að meðlimum þess líði vel. Höfundur er inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Ég ætla að rekja hér aðeins merkingu orðsins inngilding því ég held að margt fólk hafi misskilið það, og nú er það allt í einu á milli tannanna á fólki í aðdraganda kosninga. Inngilding er nýlegt orð í almennu máli en það hefur þó verið í notkun í nokkur ár. Orðið kom fyrst fram í félagsvísindum en hefur nú náð hljómgrunni víðar og þess vegna eru fleiri að reka sig á það en áður. Þetta er ekki séríslenskt hugtak eða einhver hugmyndafræði, heldur er þetta einfaldlega þýðing á enska orðinu inclusion. Ástæðan fyrir því að okkar ástkæra ylhýra þurfti þetta tiltekna nýyrði er að í fjölmörgum fræðigreinum var farið að fjalla um mikilvægi inclusion og það þótti ekki tækt að íslenskan hefði ekki sitt eigið orð. (Áður var þetta oft umorðað í „jöfn tækifæri“ eða „án aðgreiningar“). En hvað er inngilding? Margt fólk virðist setja einhvers konar samasem merki á milli inngildingar og umræðu um innflytjendur á Íslandi. Inngilding er samt alls ekki eitthvað sem á bara við um fólk af erlendum uppruna. Inngilding nær yfir allar þær athafnir, gjörðir eða orð sem við gerum eða segjum til þess að fólki í kringum okkur líði ekki útundan. Að huga að inngildingu er að velta fyrir sér þeim þáttum sem geta verið útilokandi og reyna að bæta úr þeim. Inngilding getur t.d. verið að vita að einn úr vinahópnum, sem heyrir illa, hefur ekki gaman af því að fara út að borða á hávaðasömum veitingastöðum – og taka það til greina. Vinahópurinn er að vera inngildandi ákveði þau, með tilliti til þess aðila, að fara frekar á rólegan veitingastað svo að allur hópurinn geti notið þess að vera saman. Þau kalla þetta kannski ekki inngildingu og þau gera þetta kannski bara ómeðvitað, en þetta er eitt form af inngildingu. Inngilding getur líka verið að átta sig á því að notendur hjólastóla komast ekki leiðar sinnar á tilteknu svæði og bæta markvisst úr aðgengi þeirra. Reyndar væri besta formið af inngildingu í þessu tilfelli að hanna öll rými með það í huga að notendur hjólastóla komist þar um. Það að konur séu komnar út á vinnumarkaðinn í meira mæli en um miðja síðustu öld er einfaldlega vegna inngildingar. Við kölluðum það ekki inngildingu af því að hugtakið var ekki komið, en það var samt ákveðið form af inngildingu. Inngilding er semsagt bara hugtak sem nær yfir ýmislegt sem fólk gerir til að veita öðrum tækifæri til að efla sig og taka þátt til jafns við aðra. Inngilding, gagnvart innflytjendum, getur verið að sjá hvenær og í hvaða aðstæðum þeim líður útundan og reyna að bjóða þeim með í það sem verið er að gera. Það getur t.d. verið form af inngildingu að bjóða öllu fólki góðan daginn, sama hvort það líti út fyrir að tala íslensku eða ekki. Segjum svo að afgreiðslumanneskja bjóði öllum góðan daginn með bros á vör – en einungis þeim sem hún telur að skilji íslensku, út frá útliti. Hinir einstaklingarnir sem fá ekki sama viðmót munu líklega taka eftir því og upplifa sig á einhvern hátt útundan. Þarna væri þá inngildandi bjóða öllu fólki góðan dag, geri maður það á annað borð. Auðvitað fer það svo eftir aðstæðum hvers einstaklings sem ekki er boðið góðan dag hversu útilokandi upplifunin er – en ef fólk upplifir ítrekaða útilokun þá getur form af hversdagslegri kurteisi sem allir í kringum mann fá, nema maður sjálfur, verið stingandi áminning útilokunar. Af hverju ekki aðlögun? Ástæðan fyrir því að ekki lengur er talað um aðlögun í þeim fræðum sem hafa verið að stúdera hvernig hægt sé að bæta samfélagið, er að aðlögun er yfirleitt einhliða og hefur á endanum ekki tilætluð áhrif. Til að einfalda málið væri hægt að segja að það að krefja fólk um aðlögun væri líkt og að segja einstaklingi, með aðgengisþarfir sem samfélagið tekur ekki sjálfkrafa tillit til, að hann verði bara að sætta sig við að komast ekki leiðar sinnar og samfélagið sé nú bara svona. Ef öll viðleitni til að bæta aðstæður þess aðila er slegin út af borðinu, þá er samfélagið ekki inngildandi. Í tilfelli innflytjenda felur aðlögun oft í sér tilætlun um að afneita sínum menningarlega bakgrunni, eða þurfa að fela hann, til að vera samþykkt. Inngilding snýr frekar að því að fólk megi taka þátt í samfélaginu okkar sem einstaklingarnir sem þau eru. Hér óttast fólk oft að hér sé verið að segja að íslensk menning eða samfélag eigi að lúta í lægra haldi. En það er alls ekki það sem átt er við. Inngilding snýst mun frekar að því að bjóða fólk velkomið inn í menninguna og leyfa því að taka þátt í henni með okkur. Þannig lifir menningin áfram frekar en að verða einhvers konar aðgreiningartól. Reynslan hefur sýnt sig, að fái fólk tækifæri til að vera virkir þátttakendur, lifa í öryggi og eiga gott tengslanet, þá líður því betur – og samfélagið nýtur góðs af því. Þetta á hér ekki bara við um innflytjendur, því eins og ég kom að áðan þá hefur inngilding margar birtingarmyndir og snýst um að skoða ólíkar þarfir, ólíkra einstaklinga, til að öll geti upplifað jöfn tækifæri. Það er samfélaginu í hag að meðlimum þess líði vel. Höfundur er inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun