Hagsmunir fólks eða flokka? 23. september 2006 06:00 Ýmsir merkir alþingismenn greina frá því um þessar mundir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Tilkynningar þar um hafa verið tilefni margvíslegra frásagna af uppruna góðra málefna. Einn þeirra þingmanna sem nú hafa tilkynnt kjósendum sínum að þeir verði við svo búið að leita að nýju þingmannsefni er Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis. Hann hefur eðlilega eins og aðrir af þessu tilefni drepið á hjartakær framfaramál. En sem oft áður sker Halldór Blöndal sig úr. Hann sá ástæðu til við þessi kaflaskil að minnast einnig á það sem hann og fleiri bera ábyrgð á en mætti sannarlega betur fara. Þannig notaði hann þetta tækifæri til þess að víkja að þönkum sínum um ágalla kjördæmaskipunarinnar. Mála sannast er að það var þörf ábending. Kjördæmaskipan og kosningareglum var síðast breytt 1999 í samkomulagi og andans einingu milli allra stjórnmálaflokka. Markmið þeirrar breytingar var góðra gjalda vert. Undan því varð ekki vikist að jafna vægi atkvæða eftir búsetu. Halldór Blöndal bendir hins vegar með gildum rökum á að núverandi kjördæmi eru langtum of stór, eigi að vera nokkur möguleiki fyrir þingmenn að hafa lifandi og persónubundin tengsl við kjósendur. Á sjónarmið af þessu tagi var ekki hlustað fyrir sjö árum. En það er ástæða til þess að gera það nú. Á marga lund fer vel á því að Halldór Blöndal skuli einmitt vekja athygli á þessu viðfangsefni. Sérstaða hans og ef til vill styrkur sem þingmanns hefur trúlega framar öðrum þáttum átt rætur í næmum tengslum hans við fólkið fyrir norðan. Kjarni málsins er sá að margvíslegir gildir hagsmunir koma til skoðunar þegar kosningakerfi og kjördæmaskipan eru ákveðin. Fram til þessa hafa hagsmunir stjórnmálaflokkanna sjálfra verið í fyrirrúmi við þessar ákvarðanir. Bakþankar Halldórs Blöndals vekja hins vegar upp þá spurningu hvort ekki sé tímabært að líta í ríkari mæli til annarra sjónarmiða um þessi efni. Hverjir eru til að mynda hagsmunir kjósenda? Engin tvímæli um eru að hagsmunir kjósenda eru auk annars fólgnir í því að kosningahættirnir stuðli fremur en hitt að lifandi tengslum við kjörna fulltrúa. Stærð kjördæma ræður miklu þar um. Frá kögunarhóli kjósenda er aukheldur eðlilegt að óskir komi fram um ríkari möguleika á persónukjöri. Mikill kostnaður við prófkjör getur einnig vakið upp spurningar af þessu tagi. Margar þekktar lausnir eru til. Þetta er spurning um pólitískan vilja til að virða þær. Það er tímabært að draga fram ný sjónarmið varðandi þessi efni. Hitt er ekki síður skynsamlegt, að líta á viðfangsefnið frá hagsmunum kjósendanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Ýmsir merkir alþingismenn greina frá því um þessar mundir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Tilkynningar þar um hafa verið tilefni margvíslegra frásagna af uppruna góðra málefna. Einn þeirra þingmanna sem nú hafa tilkynnt kjósendum sínum að þeir verði við svo búið að leita að nýju þingmannsefni er Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis. Hann hefur eðlilega eins og aðrir af þessu tilefni drepið á hjartakær framfaramál. En sem oft áður sker Halldór Blöndal sig úr. Hann sá ástæðu til við þessi kaflaskil að minnast einnig á það sem hann og fleiri bera ábyrgð á en mætti sannarlega betur fara. Þannig notaði hann þetta tækifæri til þess að víkja að þönkum sínum um ágalla kjördæmaskipunarinnar. Mála sannast er að það var þörf ábending. Kjördæmaskipan og kosningareglum var síðast breytt 1999 í samkomulagi og andans einingu milli allra stjórnmálaflokka. Markmið þeirrar breytingar var góðra gjalda vert. Undan því varð ekki vikist að jafna vægi atkvæða eftir búsetu. Halldór Blöndal bendir hins vegar með gildum rökum á að núverandi kjördæmi eru langtum of stór, eigi að vera nokkur möguleiki fyrir þingmenn að hafa lifandi og persónubundin tengsl við kjósendur. Á sjónarmið af þessu tagi var ekki hlustað fyrir sjö árum. En það er ástæða til þess að gera það nú. Á marga lund fer vel á því að Halldór Blöndal skuli einmitt vekja athygli á þessu viðfangsefni. Sérstaða hans og ef til vill styrkur sem þingmanns hefur trúlega framar öðrum þáttum átt rætur í næmum tengslum hans við fólkið fyrir norðan. Kjarni málsins er sá að margvíslegir gildir hagsmunir koma til skoðunar þegar kosningakerfi og kjördæmaskipan eru ákveðin. Fram til þessa hafa hagsmunir stjórnmálaflokkanna sjálfra verið í fyrirrúmi við þessar ákvarðanir. Bakþankar Halldórs Blöndals vekja hins vegar upp þá spurningu hvort ekki sé tímabært að líta í ríkari mæli til annarra sjónarmiða um þessi efni. Hverjir eru til að mynda hagsmunir kjósenda? Engin tvímæli um eru að hagsmunir kjósenda eru auk annars fólgnir í því að kosningahættirnir stuðli fremur en hitt að lifandi tengslum við kjörna fulltrúa. Stærð kjördæma ræður miklu þar um. Frá kögunarhóli kjósenda er aukheldur eðlilegt að óskir komi fram um ríkari möguleika á persónukjöri. Mikill kostnaður við prófkjör getur einnig vakið upp spurningar af þessu tagi. Margar þekktar lausnir eru til. Þetta er spurning um pólitískan vilja til að virða þær. Það er tímabært að draga fram ný sjónarmið varðandi þessi efni. Hitt er ekki síður skynsamlegt, að líta á viðfangsefnið frá hagsmunum kjósendanna.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun