Innlent

Klámtölvuveira herjar á tölvuheiminn

Klámtengd tölvuveira sem ber nafnið Kamasútra ræðst nú á tölvukerfi um allan heim og er þegar búinn að gera usla hérlendis. Að sögn sérfræðinga er langt síðan að fram hefur komið svo skæð veira sem valdið geti eins miklum skaða og Kamasútra.

Hugbúnaðarsérfræðingar Netheims ehf segja að veiran sé mjög skæð og berist hratt út, en sé ekki kominn á það stig að hún sé orðin að farsótt. Hér er á ferðinni veira sem mun opna sig þriðja dag hvers mánaðar og í fyrsta skipti þriðja febrúar næstkomandi. Veiran eyðir öllum gögnum með skrárendinguna doc, xls, mdb, mde,ppt ,pps, zip, pdf, psd og dmp. Þrátt fyrir að veiran sé ekki orðin mjög útbreidd í dag, er langt síðan tölvueira hefur getað valdið álíka skaða á tölvum notanda eins og þessi óværa. Helstu framleiðendur vírusvarnaforrita eru að gefa út viðvaranir þessa stundina. Til að verjast þessum árásum á tölvukerfi og einkatölvur er hægt að nálgast uppfærslur og veiruvarnarforrit á vefslóðinni netheimur.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×