Barclays og ABN Amro í samrunaviðræðum? 19. mars 2007 05:15 Fjölmiðlar í Bretlandi segja bankastjórn hins breska Barclays banka hafa átt í viðræðum við stjórn ABN Amro, eins stærsta banka Hollands. Sé horft til þess að bankarnir renni saman í eina sæng. Verði það raunin verður til risabanki með markaðsverðmæti upp á jafnvirði rúmra 10.400 milljarða íslenskra króna og 47 milljón viðskiptavini um allan heim. Breska blaðið Sunday Telegraph segir stjórnir bankanna hafa rætt málin í febrúar. En stjórnir beggja banka neita að staðfesta fregnina. Að sögn Sunday Times munu vera liðin tvö ár síðan stjórnir bankanna ræddu fyrst um hugsanlegan samruna. Líti stjórn Barclays líta á sig sem riddarann á hvíta hestinum sem komi ABN Amro til hjálpar. Hollenski bankinn hefur átt í nokkrum vandræðum og meðal annars þurft að segja upp starfsfólki og selja eignir og einingar undan fyrirtækjahatti sínum til að hagræða í rekstri. Bankinn hefur stækkað mikið á síðasliðnum árum og vinnur að landvinningum til að stækka markaðshlutdeild sína. Breska ríkisútvarpið, BBC, vitnar til greinenda, sem telja annað hvort líkur á að ABN Amro veði seldur í einu lagi eða í einingum vegna viðvarandi rekstrarerfiðleika. Með samruna bankanna opnast Barclays miklir möguleikar vegna þeirra miklu útvíkkunar sem ABN Amro hefur staðið fyrir. Sérstaklega mun Barclays hafa hug á að ná hlutdeild í starfsemi hollenska bankans í Asíu, að mati Sunday Times. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjölmiðlar í Bretlandi segja bankastjórn hins breska Barclays banka hafa átt í viðræðum við stjórn ABN Amro, eins stærsta banka Hollands. Sé horft til þess að bankarnir renni saman í eina sæng. Verði það raunin verður til risabanki með markaðsverðmæti upp á jafnvirði rúmra 10.400 milljarða íslenskra króna og 47 milljón viðskiptavini um allan heim. Breska blaðið Sunday Telegraph segir stjórnir bankanna hafa rætt málin í febrúar. En stjórnir beggja banka neita að staðfesta fregnina. Að sögn Sunday Times munu vera liðin tvö ár síðan stjórnir bankanna ræddu fyrst um hugsanlegan samruna. Líti stjórn Barclays líta á sig sem riddarann á hvíta hestinum sem komi ABN Amro til hjálpar. Hollenski bankinn hefur átt í nokkrum vandræðum og meðal annars þurft að segja upp starfsfólki og selja eignir og einingar undan fyrirtækjahatti sínum til að hagræða í rekstri. Bankinn hefur stækkað mikið á síðasliðnum árum og vinnur að landvinningum til að stækka markaðshlutdeild sína. Breska ríkisútvarpið, BBC, vitnar til greinenda, sem telja annað hvort líkur á að ABN Amro veði seldur í einu lagi eða í einingum vegna viðvarandi rekstrarerfiðleika. Með samruna bankanna opnast Barclays miklir möguleikar vegna þeirra miklu útvíkkunar sem ABN Amro hefur staðið fyrir. Sérstaklega mun Barclays hafa hug á að ná hlutdeild í starfsemi hollenska bankans í Asíu, að mati Sunday Times.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira