Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Bjarki Sigurðsson skrifar 8. nóvember 2024 14:38 Njáll Trausti Friðbertsson er formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar telur mjög ólíklegt að umdeilt frumvarp um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla verði samþykkt fyrir þinglok. Mikil óeining er um frumvarpið bæði í samfélaginu og innan Alþingis. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda og tryggja ríkissjóði meiri tekjur úr vegakerfinu. Breytingin er afar umdeild, þá sérstaklega fyrirkomulagið. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser. Breytingin átti að taka gildi um áramótin en útlit er fyrir að svo verði ekki að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ segir Njáll Trausti. Skatturinn sendi tilkynningu á bifreiðaeigendur í gær um að þeir gætu farið að skrá kílómetrastöðuna. Tilkynningin kom mörgum spánskt fyrir sjónir. Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri Geysis bílaleigu, vakti athygli á tilkynningu skattsins og taldi til marks um að kílómetragjaldinu hefði verið komið á án þess að frumvarp þess efnis hefði farið í gegnum þingið. „Ánægjulegt að sjá svona bersýnilega hvernig opinberir embættismenn geta bara vaðið áfram burt sé frá því hvað er búið að leiða í lög og hvað ekki,“ sagði Ásgeir Elvar í færslu á Facebook. Nýtt þing verði að afgreiða málið sem fyrst Tilkynningin kom Njáli Trausta sömuleiðis á óvart og hann vill að Skatturinn sendi út annan póst og staðan sé útskýrð. „Pólitíkin hefur ekki klárað málið þannig að það þarf að halda þessu algjörlega til haga við fólkið í landinu,“ segir Njáll Trausti. Mikilvægt sé að nýtt þing afgreiði málið sem fyrst. „Við þekkjum öll þetta vandamál og það hefur verið margbent á það að vegakerfið er víða að grottna niður, það þolir ekki þá miklu flutninga sem eru víða. Við þurfum að gera miklu betur,“ segir Njáll Trausti. Bensín og olía Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Alþingi Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira
Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda og tryggja ríkissjóði meiri tekjur úr vegakerfinu. Breytingin er afar umdeild, þá sérstaklega fyrirkomulagið. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser. Breytingin átti að taka gildi um áramótin en útlit er fyrir að svo verði ekki að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ segir Njáll Trausti. Skatturinn sendi tilkynningu á bifreiðaeigendur í gær um að þeir gætu farið að skrá kílómetrastöðuna. Tilkynningin kom mörgum spánskt fyrir sjónir. Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri Geysis bílaleigu, vakti athygli á tilkynningu skattsins og taldi til marks um að kílómetragjaldinu hefði verið komið á án þess að frumvarp þess efnis hefði farið í gegnum þingið. „Ánægjulegt að sjá svona bersýnilega hvernig opinberir embættismenn geta bara vaðið áfram burt sé frá því hvað er búið að leiða í lög og hvað ekki,“ sagði Ásgeir Elvar í færslu á Facebook. Nýtt þing verði að afgreiða málið sem fyrst Tilkynningin kom Njáli Trausta sömuleiðis á óvart og hann vill að Skatturinn sendi út annan póst og staðan sé útskýrð. „Pólitíkin hefur ekki klárað málið þannig að það þarf að halda þessu algjörlega til haga við fólkið í landinu,“ segir Njáll Trausti. Mikilvægt sé að nýtt þing afgreiði málið sem fyrst. „Við þekkjum öll þetta vandamál og það hefur verið margbent á það að vegakerfið er víða að grottna niður, það þolir ekki þá miklu flutninga sem eru víða. Við þurfum að gera miklu betur,“ segir Njáll Trausti.
Bensín og olía Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Alþingi Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira