Viðskipti erlent

Virgin American fær að fljúga í Bandaríkjunum

Richard Branson, stofnandi Virgin-samstæðunnar.
Richard Branson, stofnandi Virgin-samstæðunnar. Mynd/AFP

Flugfélagið Virgin America, sem breska samstæðan Virgin Group á hluta í, hefur fengið flugrekstrarleyfi samgönguyfirvalda í Bandaríkjunum. Félagið hefur fallist á koma til móts við yfirvöld sem meina erlendum aðilum að eiga meira en fjórðung í bandarískum flugfélögum.

Virgin America ætlar í samræmi við þetta að breyta stjórn félagsins á þann veg að 75 prósent stjórnarmanna verða bandarískir og munu þarlendir aðilar sömuleiðis fara með meirihluta í félaginu.

Þetta þýðir meðal annars að skipt hafi verið um forstjóra flugfélagsins en Bandaríkjamaðurinn Fred Reid tekur við forstjórastólnum af breska auðjöfurinum sir Richard Branson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×