Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2024 20:42 Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, kynnti stýrivaxtalækkunina í Washington D.C. í dag. AP/Ben Curtis Bandaríski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig. Um er að ræða fyrstu lækkunina í rúmlega fjögur ár, en vextir hafa verið óbreyttir í Bandaríkjunum í 14 mánuði. Lækkun upp á hálft prósentustig þýðir að vextir fara úr 5,3 prósentum í 4,8 prósent. Fyrir fram höfðu greinendur búist við vaxtalækkun, en margir höfðu talið að hún myndi nema fjórðungi úr prósentustigi, en ekki hálfu prósentustigi eins og raunin varð. Árið 2022 ákvað seðlabankinn að hækka stýrivexti nokkuð skarpt, til að bregðast við verðhækkunum og kæla hagkerfið. Nú telja sérfræðingar bankans að verðbólguhorfur séu góðar, og útlit fyrir að verðbólga nái brátt tveggja prósenta markmiði bankans. Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag að um sterka aðgerð væri að ræða. Henni væri ætlað að varðveita þann árangur sem hefði náðst í efnahagsmálum. „Vinnumarkaðurinn er á góðum stað. Við viljum halda því þannig. Það er það sem við erum að gera,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Powell. Bandaríkin Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lækkun upp á hálft prósentustig þýðir að vextir fara úr 5,3 prósentum í 4,8 prósent. Fyrir fram höfðu greinendur búist við vaxtalækkun, en margir höfðu talið að hún myndi nema fjórðungi úr prósentustigi, en ekki hálfu prósentustigi eins og raunin varð. Árið 2022 ákvað seðlabankinn að hækka stýrivexti nokkuð skarpt, til að bregðast við verðhækkunum og kæla hagkerfið. Nú telja sérfræðingar bankans að verðbólguhorfur séu góðar, og útlit fyrir að verðbólga nái brátt tveggja prósenta markmiði bankans. Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag að um sterka aðgerð væri að ræða. Henni væri ætlað að varðveita þann árangur sem hefði náðst í efnahagsmálum. „Vinnumarkaðurinn er á góðum stað. Við viljum halda því þannig. Það er það sem við erum að gera,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Powell.
Bandaríkin Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira