Viðskipti erlent

Hráolíuverð á uppleið

Olíuborpallur.
Olíuborpallur.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 62 bandaríkjadali á tunnu í dag. Þetta er fyrsti hækkunadagurinn eftir lækkanir síðastliðna sex viðskiptadaga að páskunum undanskildum. Olíuverðið lækkaði mest í gær, eða um tæpa þrjá dali á tunnu, eftir að Íranar slepptu 15 breskum sjóliðum úr haldi um páskana.

Helsta ástæðan fyrir hækkuninni í dag er lægri birgðastaða á olíu og eldsneyti í Bandaríkjunum en í vikunni á undan.

Hráolíuverðið fór upp um 60 sent á tunnu á markaði í Bandaríkjunum í dag og stendur tunnan nú í 62,11 dölum á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði um 58 sent á sama tíma og stendur nú í 67,17 dölum á tunnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×