Fyrsta tap Motorola í fjögur ár 18. apríl 2007 12:45 Farsímar frá Motorola. Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola, annað stærsta farsímafyrirtæki í heimi, skilaði tapi upp á 181 milljón bandaríkjadala, 11,8 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið hefur ekki skilað taprekstri í fjögur ár en hann er að mestu tilkominn vegna verðlækkana og sölu á ódýrum farsímum. Til samanburðar skilaði fyrirtækið hagnaði upp á 686 milljónir dala, 44,7 milljarða íslenskra króna, á sama tíma í fyrra. Þá nemur tapið 8 sentum á hvern hlut í Motorola samanborið við 27 senta hagnað á hlut í fyrra. Tekjur farsímafyrirtækisins námu 5,4 milljörðum dala, 351,8 milljörðum króna, sem er 15 prósenta samdráttur frá sama tíma í fyrra. Sala fyrirtækisins nam 9,43 milljörðum dala, 614 milljörðum íslenskra króna, samanborið við 9,61 milljón dali, 626 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir samdrætti upp á 1,8 prósent á milli ára. Bandaríska fréttaveitan Bloomberg bendir á að Motorola hafi tapað markaðshlutdeild til helsta keppinautarins, finnska farsímaframleiðandans Nokia. Þá mun fyrirtækið hafa einbeitt sér um of að sölu á ódýrum farsímum á nýmörkuðum, svo sem á Indlandi, í stað þess að fylgja eftir vinsældum Razr-farsímans með framleiðslu farsíma í svipuðum verðflokki, að sögn Bloomberg sem gerir ráð fyrir allt að 13 prósenta samdrætti hjá Motorola á yfirstandandi fjórðungi. Gangi það eftir verður afkoma fyrirtækisins undir væntingum á fjórðungnum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola, annað stærsta farsímafyrirtæki í heimi, skilaði tapi upp á 181 milljón bandaríkjadala, 11,8 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið hefur ekki skilað taprekstri í fjögur ár en hann er að mestu tilkominn vegna verðlækkana og sölu á ódýrum farsímum. Til samanburðar skilaði fyrirtækið hagnaði upp á 686 milljónir dala, 44,7 milljarða íslenskra króna, á sama tíma í fyrra. Þá nemur tapið 8 sentum á hvern hlut í Motorola samanborið við 27 senta hagnað á hlut í fyrra. Tekjur farsímafyrirtækisins námu 5,4 milljörðum dala, 351,8 milljörðum króna, sem er 15 prósenta samdráttur frá sama tíma í fyrra. Sala fyrirtækisins nam 9,43 milljörðum dala, 614 milljörðum íslenskra króna, samanborið við 9,61 milljón dali, 626 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir samdrætti upp á 1,8 prósent á milli ára. Bandaríska fréttaveitan Bloomberg bendir á að Motorola hafi tapað markaðshlutdeild til helsta keppinautarins, finnska farsímaframleiðandans Nokia. Þá mun fyrirtækið hafa einbeitt sér um of að sölu á ódýrum farsímum á nýmörkuðum, svo sem á Indlandi, í stað þess að fylgja eftir vinsældum Razr-farsímans með framleiðslu farsíma í svipuðum verðflokki, að sögn Bloomberg sem gerir ráð fyrir allt að 13 prósenta samdrætti hjá Motorola á yfirstandandi fjórðungi. Gangi það eftir verður afkoma fyrirtækisins undir væntingum á fjórðungnum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira