Viðskipti erlent

Toyota umsvifamesti bílaframleiðandi heims

Toyota Corolla.
Toyota Corolla.

Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur tekið fram úr bandaríska bílaframleiðandanum General Motors og flaggar nú titlinum umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi. Þessu heldur talsmaður Toyota fram en fyrirtækið seldi tæplega 2,35 milljónir bíla á fyrstu þremur mánuðum ársins á meðan General Motors seldi 2,26 milljónir bíla á sama tíma.

Toyota hefur sótt í sig veðrið á helstu mörkuðum síðustu misserin, ekki síst í Bandaríkjunum í fyrra. Þá hættu bílakaupendur við að kaupa dýra jeppa frá Bandaríkjunum, svo sem frá General Motors, sem eyða miklu eldsneyti í ljósi þess að eldsneytisverð fór í sögulegt hámark. Snéru þeir sér í auknum mæli til sparneytnari og ódýrari bíla.

Að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) liggur helsta ástæðan fyrir stökki Toyota upp í toppsætið sú að framleiðsla á nýjum bílum undir merkjum Toyota hefur aukist.

Á sama tíma hefur General Motors, sem nú situr í öðru sæti listans yfir umsvifamestu bílaframleiðendur í heimi, þurft að draga saman seglin, sagt upp starfsfólki og lokað verksmiðjum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×