Viðskipti erlent

Ford ekur inn í betra ár

Bíll frá Ford.
Bíll frá Ford.

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford skilaði taprekstri á ný á fyrsta fjórðungi ársins. Fyrirtækið hefur skorið grimmt niður til að draga úr kostnaði. Það virðist hafa tekið því tapreksturinn í ár er talsvert minni en á sama tíma í fyrra.

Tap Ford í ár nemur 282 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 18,2 milljörðum króna. Til samanburðar nam tapið á sama tíma í fyrra heilum 1,4 milljörðum dala, rúmum 90 milljörðum króna.

Bílaframleiðandinn segir að aukinn sala á nýjum bílum undir merkjum FOrd hafi átt stóran þátt í að bæta afkomuna og draga úr hallanum sem stefndi í vegna samdráttar í bílasölu í Bandaríkjunum. Tapið í Bandaríkjunum nam 614 milljónum dala, 39,6 milljörðum króna, á tímabilinu, á meðan fyrirtækið skilaði hagnaði upp á 219 milljónir dala, jafnvirði 14,1 milljarða króna, í Evrópu.

Hagræðingaraðgerðir fyrirtækisins standa enn yfir en Ford hefur sagt upp helmingi af þeim 45.000 starfsmönnum sem til stendur að segja upp á næstu tveimur árum auk þess sem til stendur að loka 16 verksmiðjum á sama tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×