Viðskipti erlent

Hlutabréf í Evrópu hækka í verði

Hlutabréfamarkaðurinn í Evrópu hækkaði mikið í morgun og hefur ekki verið hærri í sex og hálft ár. Olíufyrirtæki BP og Royal Dutch Shell eru að miklu leyti á bakvið þessa þróun en orðrómar eru í gangi um einhvers konar sameiningu félaganna tveggja. Hlutabréf þeirra hækkuðu um tvö og hálft prósent í verði.

Strax klukkan 08:20 í morgun var FTSEurofirst 300 vísitalan búin að hækka um 0,8% en hún hefur hækkað um átta prósent það sem af er árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×