Viðskipti erlent

Vextir lækkaðir í Bandaríkjunum

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bankinn brást við niðursveiflu á hlutabréfamarkaði í dag með lækkun millibankavaxta.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bankinn brást við niðursveiflu á hlutabréfamarkaði í dag með lækkun millibankavaxta. Mynd/AFP

Seðlabanki Bandaríkjanna kom til móts við niðursveiflu á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag með lækkun millibankavaxta upp á 50 punkta. Við það fara vextirnir úr 6,25 prósentum í 5,75 prósent.

Í rökstuðningi bankastjórnarinnar segir að aðstæður á fjármálamarkaði hafi versnað til muna og geti erfiðara umhverfi leitt af sér minni hagvöxt vestanhafs en spáð hefur verið. Slíkt getur smitað út frá sér til fleiri landa. Hafi því verið gripið til þessara ráðstafana, að sögn fréttaveitunnar Bloomberg.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×