Handbolti

FCK og GOG töpuðu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson, leikmaður GOG.
Ásgeir Örn Hallgrímsson, leikmaður GOG.
Íslendingaliðin FC Kaupmannahöfn og GOG Svendborg töpuðu sínum leikjum í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

GOG tapaði fyrir Mors-Thy á útivelli, 27-26. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði fimm mörk fyrir GOG en Snorri Steinn Guðjónsson er frá vegna meiðsla.

Arnór Atlason var ekki á meðal markaskorara FCK í kvöld en liðið tapaði fyrir Bjerringbro-Silkeborg á útivelli, 31-29.

Þá skoraði Þorri Gunnarsson eitt mark fyrir TMS Ringsted sem tapaði fyrir Álaborg, 39-30.

Kolding og Bjerringbro-Silkeborg eru á toppi deildarinnar með 21 stig. FCK er í fjórða sætinu með átján stig og GOG í því áttunda með tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×