Handbolti

Fram datt í lukkupottinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson í leik með Gummersbach.
Róbert Gunnarsson í leik með Gummersbach. Nordic Photos / Bongarts
Dregið var í þriðju umferð EHF-bikarkeppninnar í handbolta í morgun og mun Fram mæta þýska úrvalsdeildarliðinu Gummersbach.

Þar með slapp Fram við langt ferðalag til Austur-Evrópu og ætti að fá aur í kassann fyrir að fá eitt þekktasta félagslið Evrópu í heimsókn.

Þar að auki leikur Róbert Gunnarsson, fyrrum leikmaður Fram, með Gummersbach.

Tvö önnur Íslendingalið voru í pottinum í dag. Sigurður Ari Stefánsson og félagar í Noregsmeisturum Elverum mæta franska liðinu Creteil. Þá mæta Logi Geirsson, Vignir Svavarsson og félagar í Lemgo liðinu RV Riga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×