Handbolti

Þórir valinn í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Ólafsson í leik með Lübbecke.
Þórir Ólafsson í leik með Lübbecke. Mynd/Oliver Krato
Samkvæmt þýskum fjölmiðlum hefur Þórir Ólafsson verið valinn í íslenska landsliðið sem kemur saman í lok október.

Zaltko Feric, þjálfari Þóris hjá þýska úrvalsdeildarliðinu TuS N-Lübbecke, sagði Þóri fréttirnar.

„Í sannleika sagt reiknaði ég ekki með því að verða valinn í landsliðið á þessum tímapunkti," er haft eftir Þóri. „En ég gleðst afar mikið yfir því að fá tækifæri til að spila fyrir hönd þjóðar minnar."

Fullyrt er að 21 leikmaður hafi verið valinn í landsliðið sem kemur saman í lok október til að undirbúa sig fyrir undankeppni EM 2010.

Þórir hefur átt við erfið meiðsla að stríða undanfarið ár.

Ísland mætir Belgíu í lok okbóter í Laugardalshöll og svo Noregi ytra nokkrum dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×