Handbolti

Mikilvægur sigur hjá FCK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Atlason í leik með FCK.
Arnór Atlason í leik með FCK. Mynd/Birkir Baldvinsson
FC Kaupmannahöfn vann í dag mikilvægan sigur í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik er liðið lagði Århus GF, 29-27, á heimavelli.

Arnór Atlason var annar markhæstu leikmanna FCK með sjö mörk en Guðlaugur Arnarsson komst ekki á blað í dag.

Þá vann GOG stórsigur á Ajax, 37-23. Ásgeir Örn Hallgrímsson var einnig annar markahæstur í sínu liði með sex mörk. Snorri Steinn Guðjónsson gat ekki leikið með liðinu vegna meiðsla.

FCK er í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig eftir átta leiki en GOG er í því sjötta með níu stig. Álaborg er á toppi deildairnnar ásamt Skjern en bæði lið eru með þrettán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×