Handbolti

Alexander: Mun ekki geta sofið í nótt

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Alexander Petersson á fullu í leiknum í dag.
Alexander Petersson á fullu í leiknum í dag. Mynd/Vilhelm
Járnmaðurinn Alexander Petersson var í mjög svo annarlega ástandi eftir leikinn gegn Spánverjum og tilfinningarnar báru hann ofurliði líkt og fleiri.

„Mér líður bara eins ég þurfi að gráta og gráta. Ég trúi því ekki enn að við séum búnir að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum. Þetta er gjörsamlega ótrúlegt og yndisleg tilfinning," sagði Alex sem er ótrúlegur keppnismaður og skammaði sjálfan sig fyrir að eiga sinn slakasta leik á mótinu í gær. Hann segist ætla að bæta upp fyrir það í úrslitunum.

„Annars er þetta ótrúlegt lið með frábæra karaktera og einstakan sigurvilja. Markvarslan er líka að hjálpa okkur mikið. Ég mun ekki geta sofið í nótt fyrir tilhugsuninni að ég sé búinn að vinna verðlaun á Ólympíuleikum. Ég lét það ekki á mig fá og mun njóta þess í botn að spila úrslitaleik hér í Peking," sagði Alexander að lokum skælbrosandi.




Tengdar fréttir

Ásgeir Örn: Jesús minn góður

„Maður á bara erfitt með sig. Það er ekkert flóknara en það. Þetta er alveg rosalegt. Ég er ekkert að ná þessu enn þá. Jesús, minn góður.“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í hálfgerðu losti eftir sigurinn glæsilega á Spánverjum.

Silfrið tryggt - gullið bíður

Ísland er komið í úrslitaleikinn í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland lagði Spán í úrslitunum, 36-30.

Alfreð: Nú þarf þjóðin að taka við sér

„Ég vona að sama hvernig úrslitaleikurinn fer að fólk kveiki á því að það þarf að gera eitthvað fyrir handboltann á Íslandi. Þetta er hluti af okkar menningu og við erum að setja milljarða í aðra menningu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×