Handbolti

Guðmundur: Ekki mælikvarði á getu liðsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarmaður hans.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarmaður hans.

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var vitanlega ánægður með sigur íslenska liðsins í dag en sagði leikinn ekki vera mælikvarða á getu liðsins.

Ísland vann í dag níu marka sigur á Argentínu, 36-27, í fyrsta leik liðsins í undankeppni ÓL í Peking. Á morgun mætir Ísland heimamönnum í Póllandi.

„Við leystum verkefnið svo sem ágætlega," sagði Guðmundur í samtali við Rúv eftir leikinn. „Sóknarleikurinn rúllaði ágætlega og við skoruðum 36 mörk. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var ekki góður en skánaði verulega í síðari hálfleik. Nú er þessu skylduverkefni lokið og tveir punktar komnir."

„Nú er að duga að drepast fyrir okkur," sagði hann um leikinn gegn Póllandi á morgun. „Það verður erfitt og spennandi verkefni en við sjáum hvað setur."


Tengdar fréttir

Skyldusigur á Argentínu

Ísland vann í dag skyldusigur á Argentínu, 36-27, í fyrsta leik liðanna í undankeppni Ólympíuleikanna í Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×