Handbolti

Guðjón Valur: Erum ekki hættir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki.
Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki. Mynd/Vilhelm
„Venjulega segir maður bara tvö stig og ekkert annað en þessi sigur þýðir að við erum á leið í undanúrslit á Ólympíuleikum og það er einfaldlega frábær tilfinning," sagði Guðjón Valur Sigurðsson að vonum glaður eftir sigurinn á Pólverjum.

„Annars vil ég bara hrósa öllum sem standa að þessum hópi. Leikmenn, þjálfarar, framkvæmdastjóri, nuddari, læknir og bara allir saman. Það eru allir búnir að standa sig stórkostlega og eiga þátt í því að við erum komnir alla þessa leið. Við erum ekki hættir. Ég vil að það komi skýrt fram," sagði Guðjón Valur ákveðinn.

„Gummi sá til þess að í sumar að liðið mætti í frábæru líkamlega ástandi hingað til Peking. Við erum líka duglegir að undirbúa okkur andlega. Tölum mikið saman og menn í sömu stöðum að fara yfir hlutina sem og menn sem spila við hliðinu á hvort öðrum. Það er mikill og góður undirbúningur. Það vinna allir saman og ekkert breytist þó það þurfi að skipta mönnum af velli. Hér eru allir með allt á hreinu," sagði Guðjón Valur sem hrósar liðsheildinni sem hann segir alveg magnaða.






Tengdar fréttir

Ísland spilar um verðlaun á Ólympíuleikunum

Ísland vann glæsilegan sigur á Pólverjum í fjórðungsúrslitum handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking, 32-30. Ísland spilar þar með um verðlaun á leikunum.

Sigfús: Medalían er á leiðinni

„Mér líður rosalega vel og er ekkert smá stoltur af strákunum. Diddi [Ingimundur] og Sverre voru að vinna eins og brjálaðir menn í dag. Drápu allt sem kom inn á miðjuna og Bjöggi alveg brjálaður á bakvið. Það voru allir flottir í dag,“ sagði skógarbjörninn Sigfús Sigurðsson kampakátur eftir sigurinn á Pólverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×