Viðskipti erlent

Atvinnuleysi á evrusvæðinu ekki meira síðan 1998

Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 9,8% í lok október og hefur ekki verið meira síðan árið 1998. Þetta er raunar svipað atvinnuleysi og var í september en þær tölur voru nýlega uppfærðar úr 9,7% og í 9,8%.

Í frétt á börsen.dk segir að þetta sé í fyrsta sinn sem atvinnuleysi á evrusvæðinu eykst ekki milli mánaða á síðasta 16 mánaða tímabili. Fyrir ári síðan var atvinnuleysið á evrusvæðinu „aðeins" 7.9%.

Þetta mikla atvinnuleysi nú kemur sérfræðingum ekki á óvart. Meðalspá þeirra á Bloomberg fréttaveitunni hljóðaði upp á 9,8%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×