Handbolti

FCK stendur vel að vígi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðlaugur Arnarsson, leikmaður FCK.
Guðlaugur Arnarsson, leikmaður FCK.

FCK vann tveggja marka sigur á Kolding, 34-32, í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

FCK dugar því jafntefli í næstu viðureign liðanna sem fer fram á heimavelli Kolding en ef síðarnefnda liðið vinnur þann leik ráðast úrslitin í oddaleik.

Einvígið um bronsið hófst í gær en þá vann Team Tvis Holstebro sigur á GOG, 29-27, á heimavelli.

Guðlaugur Arnarsson skoraði eitt mark fyrir FCK í gær en Arnór Atlason gat ekki leikið með liðinu vegna meiðsla.

Hið sama má segja um þá Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorra Stein Guðjónsson hjá GOG. Báðir eiga við meiðsli að stríða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×