Viðskipti erlent

Stjörnufjárfestir græðir 320 milljarða á bankakaupum

Bandaríski vogunarsjóðurinn Appaloosa Management mun að öllum líkindum hagnast um 7 milljarða dollara í ár. Það þýðir að forstjóri sjóðsins, David Trepper, mun persónulega græða um 2,5 milljarða dollara eða um 320 milljarða kr. á árinu.

Þetta kemur fram í blaðinu Wall Street Journal. Trepper hafði trú á því að stóru bankarnir í Bandaríkjunum myndu ekki falla í upphafi ársins og því notaði hann stóran hluta af fjármagni vogunarsjóðsins til að kaupa umtalsvert af hlutum í Bank of America og Citigroup.

„Það var eins og ég væri einn á báti í heiminum, það var ekki einu sinni neinn annar sem vildi bjóða í þessa hluti," segir Trepper.

Í dag er markaðsverðmæti Appaloosa Management í kringum 12 milljarðar dollara og er sjóðurinn þar með í hópi stærstu vogunarsjóða heimsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×