Viðskipti erlent

JP Morgan hækkar verðmat sitt á Storebrand verulega

Greiningardeild JP Morgan hefur hækkað verðmat sitt verulega á hlutum í norska tryggingarisanum Storebrand eða úr 28 kr. norskum á hlut og upp í 38 kr. norskar. Greint er frá þessu á vefsíðunni e24.no.

Skilanefnd Kaupþings heldur enn um 5,5% hlut í félaginu og er annar stærsti eigandi Storebrand. Exista var áður með stórann eigarhlut í Storebrand, en seldi hann með gífurlegu tapi s.l. vetur.

Verðmat JP Morgan er nú 15% yfir verðinu á Storebrand hlutum í kauphöllinni í Osló en þeir standa í rétt rúmum 33 kr. norskum í augnablikinu og hafa hækkað aðeins frá opnun markaðarins í morgun.

Þrátt fyrir að hafa hækkað verðmat sitt heldur JP Morgan áfram ráðgjöf sinn um Storenbrand í hlutleysi, það er mælir hvorki með kaupum eða sölu á hlutunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×