Viðskipti erlent

Kaupþing ekki á bakvið sölu í Blacks Lesure

Töluvert stór hlutur í útiveruverslunarkeðjunni Blacks Lesure, eða 9,3%, var settur í sölu á markaðinum í London í gær. Kaupþing er stærsti eigandi keðjunnar með 29% hlut en var ekki að selja af honum þar sem dómsmál er í gangi um þennan eignarhlut milli Kaupþings og íþróttakeðjunnar Sports Direct.

Í frétt um málið á Financial Times segir að verð á hlutum í Blacks Lesure hafi hækkað um 6,7% og endað í 52 pensum. Það var Singer Capital Markets sem setti fyrrgreind 9,3% í sölu með fyrirmælum um að verðið mætti ekki fara undir 50 pens á hlut.

Eins og greint var frá hér á síðunni í október s.l. ætlar Sports Direct sér í mál við stjórnendur Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi. Málið er höfðað vegna yfirtöku á eignarhlutum Sports Direct í verslunarkeðjunum Blacks Leisure og JD Sports Fashion.

Ernst & Young, skiptastjórar Kaupthing Singer & Friedlander, báðu dómstól um að úrskurða að eignarhlutirnir væru ekki lengur eign Sports Direct um miðjan október s.l. Í framhaldi af því kom tilkynning frá Blacks Leisure um að Sports Direct færi ekki lengur með 29% hlut í keðjunni.

Í yfirlýsingu frá Sports Direct frá þessum tíma segir hinsvegar..."við staðfestum að við munum áfram verjast aðgerðum Kaupthing Singer & Friedlander og stjórnenda bankans Ernst & Young til að taka yfir fjárfestingar Sports Dircet, þar á meðal þær í Blacks Leisure..."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×