Viðskipti erlent

Hrunið heldur áfram í Dubai, nær 20% tapast á 2 dögum

Hrunið í kauphöllinni í Dubai heldur áfram í morgun og hefur vísitalan á FTSE Nasadaq Dubai nú fallið um nær 20% á tveimur dögum.

Vísitalan hefur fallið um 9% í morgun til viðbótar við hrunið í gær og svo virðist sem yfirlýsingar forráðamanna sjóðsins Dubai World og ráðamanna í Dubai í gær hafi ekki virkað til að róa markaðinn.

Í frétt um málið á börsen.dk segir að hrunið haldi áfram þrátt fyrir að hinir ríku frændur Dubai í Abu Dhabi hafi lýst því yfir að þeir væru tilbúnir til að bjarga nágranna sínum, þá sennilega með það að markmiði að yfirtaka stöðu Dubai sem fjármálamiðstöð svæðisins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×