Viðskipti erlent

Bandaríkjadalur féll í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gengi bandarísks dollara féll í dag og hefur ekki verið lægra gagnvart evru, pundi og öðrum gjaldmiðlum síðan síðastliðið haust. Ástæðan er sú að víða bárust vísbendingar í dag um að hagkerfið væri að taka við sér, eftir því sem fram kemur á vef Associated Press.

Slæm tíðindi frá evrópskum mörkuðum hafa jákvæð áhrif á gengi bandarísks dals því þá sækja evrópskir fjárfestar í öryggi, oft í ríkistryggðum bandarískum skuldabréfum. Góðar fréttir af evrópskum mörkuðum hafa hins vegar í mörgum tilfellum slæm áhrif á gengi bandaríkjadals. .








Fleiri fréttir

Sjá meira


×