Viðskipti erlent

Íbúðasala ekki jafn léleg í 30 ár í Danmörku

Árið í ár lítur út fyrir að verða það lélegasta í 30 ár hvað varðar sölu íbúða í Danmörku. Þetta kemur fram í nýjum sölutölum frá fasteignasölukeðjunni EDC.

 

Í frétt um málið í Ekstra Bladet segir að þrátt fyrir að íbúðasalan hafi aukist um 5% í september sé þetta hin sorglega staðreynd fyrir danska fasteignasala.

 

„Allt bendir til þess að við munum selja um 50.000 íbúðir í ár. Það þarf að fara allt aftur til áttunda áratugarins til að finna samsvarandi lágar sölutölur," segir Jan Nordman upplýsingafulltrúi EDC.

 

Í ágúst fór salan hjá EDC í fyrsta sinn framúr sölunni í sama mánuði fyrra. Það vakti þó ekki mikla gleði meðal fasteignasala því ágúst í fyrra var með eindæmum lélegur mánuður hvað íbúðasölu varðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×