Viðskipti erlent

Sterkara gengi um að kenna

Styrking evrunnar olli samdrætti í útflutningi frá evrulöndunum í ágúst.
Styrking evrunnar olli samdrætti í útflutningi frá evrulöndunum í ágúst.
Útflutningur frá evrusvæðinu dróst saman um 5,8 prósent á milli mánaða í ágúst, segir í upplýsingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Tölurnar komu á óvart enda jókst vöruútflutningur um 4,7 prósent á milli mánaða í júlí.

Breska blaðið Financial Times segir niðurstöðuna veikja von manna um efnahagsbata á evrusvæðinu á seinni hluta árs eftir hremmingar á fyrri hluta ársins. Blaðið segir þetta þó í takt við væntingar hagfræðinga, sem lýst hafa yfir áhyggjum af styrkingu evrunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum. - jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×