Golf

Valdís Þóra heldur eins höggs forskoti á Ástu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni.
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni. Mynd/Golfsamband Íslands

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er áfram efst í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik í Grafarholtinu en keppni er lokið á öðrum degi. Valdís Þóra lék á 76 höggum í dag alveg eins og Ásta Birna Magnúsdóttir og hélt því eins höggs forskoti sínu.

Valdís Þór hefur leikið fyrstu 36 holurnar á 8 höggum yfir pari en Ásta Birna hefur leikið þær á 9 höggum yfir pari. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Helena Árnadóttir, lék einnig á 76 höggum og er í þriðja sæti á 11 höggum yfir pari.

Það er ekki langt á milli efstu kvenna því í 4. til 8. sæti eru síðan fimm konur jafnar á tólf höggum yfir pari eða fjórum höggum á eftir Valdísi. Þetta eru þær Signý Arnórsdóttir úr GK, Tinna Jóhannsdóttir úr GK, Þórdís Geirsdóttir úr GK, Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO og Ragna Björk Ólafsdóttir úr GK.





Staða efstu kylfinga eftir tvo hringi hjá konunum

1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 74-76   +8

2. Ásta Birna Magnúsdóttir, GK 75-76   +9

3. Helena Árnadóttir, GR 77-76   +11

4. Signý Arnórsdóttir, GK 79-75   +12

4. Tinna Jóhannsdóttir, GK 78-76   +12

4. Þórdís Geirsdóttir, GK 78-76   +12

4. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO 77-77   +12

4. Ragna Björk Ólafsdóttir, GK 77-77   +12

9. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 78-77   +13

10. Berglind Björnsdóttir, GR 78-78   +14




Fleiri fréttir

Sjá meira


×