LIV-kylfingar mega áfram taka þátt í Ryder-bikarnum og PGA-meistaramótinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 23:31 LIV-kylfingurinn Brooks Koepka mun áfram geta keppt á PGA-meistaramótinu sem og verið hluti af liði Ryder-liði Bandaríkjanna. Vísir/Getty Images PGA-samtökin hafa gefið út að þeir kylfingar sem hafa gengið til liðs við LIV-mótaröðina sem styrkt er af Sádi-Arabíu muni nú geta tekið þátt í Ryder-bikarnum sem og PGA-meistaramótinu í golfi. Mikið var rætt og ritað þegar LIV-mótaröðin braust fram á sjónarsviðið þar sem fjöldi heimsþekktra kylfinga sagði skilið við PGA og tók gylliboðum LIV. Nú hefur PGA staðfest að LIV-kylfingar geti tekið þátt bæði í PGA-meistaramótinu sem og Ryder-bikarnum. Í yfirlýsingu PGA segir að markmiðið sé að bjóða upp á eins sterkt meistaramót og hægt sé. Þá sé markmiðið að geta stillt upp sterkasta liði Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum og því geti LIV-kylfingar þar til greina séu þeir með nægilega mörg stig. Þetta eru þannig séð ekki nýjar fréttir þar sem LIV-kylfingar hafa tekið þátt á meistaramótinu undanfarin tvö ár og þá var Brooks Koepka hluti af liði Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum á síðasta ári. A Statement from the PGA of America. pic.twitter.com/Lg92Dl8U30— PGA of America (@PGA) September 19, 2024 Nú hefur hins vegar verið staðfest að það verði áfram þannig og hver veit nema fleiri kylfingar taki því gylliboðum LIV-mótaraðarinnar á næstu misserum. Golf PGA-meistaramótið Ryder-bikarinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Mikið var rætt og ritað þegar LIV-mótaröðin braust fram á sjónarsviðið þar sem fjöldi heimsþekktra kylfinga sagði skilið við PGA og tók gylliboðum LIV. Nú hefur PGA staðfest að LIV-kylfingar geti tekið þátt bæði í PGA-meistaramótinu sem og Ryder-bikarnum. Í yfirlýsingu PGA segir að markmiðið sé að bjóða upp á eins sterkt meistaramót og hægt sé. Þá sé markmiðið að geta stillt upp sterkasta liði Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum og því geti LIV-kylfingar þar til greina séu þeir með nægilega mörg stig. Þetta eru þannig séð ekki nýjar fréttir þar sem LIV-kylfingar hafa tekið þátt á meistaramótinu undanfarin tvö ár og þá var Brooks Koepka hluti af liði Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum á síðasta ári. A Statement from the PGA of America. pic.twitter.com/Lg92Dl8U30— PGA of America (@PGA) September 19, 2024 Nú hefur hins vegar verið staðfest að það verði áfram þannig og hver veit nema fleiri kylfingar taki því gylliboðum LIV-mótaraðarinnar á næstu misserum.
Golf PGA-meistaramótið Ryder-bikarinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira