Viðskipti erlent

Risauppgjör hjá Credit Suisse, hagnaðist um 2 milljarða á dag

Svissneski bankinn Credit Suisse skilaði risahagnaði á öðrum ársfjórðung ársins eða 192 milljörðum kr. Þetta samsvarar því að bankinn hafi hagnast um rúma 2 milljarða kr. á hverjum degi tímabilsins.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að með uppgjörnu nú hafi Credit Sussie velt UBS úr sessi sem stærsti banki Sviss. Reiknað er með að UBS skili tapi í sínu uppgjöri fyrir annan ársfjórðung. Nettóvelta Credit Suisse á fjórðungnum nam rúmlega 1.000 miljörðum kr.

Fram kemur í fréttinni að von er á góðum uppgjörum frá fleiri stórbönkum í Evrópu svipað og gerst hefur í Bandaríkjunum á síðustu vikum.

„Við reiknum með að efnahagsaðstæður verði áfram erfiðar. Fari staðan hinsvegar batnandi reiknum við með vexti á öllum sviðum í rekstri okkar," segir Brady Dougan forstjóri Credit Suisse.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×