Viðskipti erlent

Bjartsýni innan ESB

Fólk í aðildarríkjum ESB-ríkjanna hefur ekki verið jafn bjartsýnt á efnahagshorfur síðan í maí í hittifyrra. 
Fréttablaðið/AFP
Fólk í aðildarríkjum ESB-ríkjanna hefur ekki verið jafn bjartsýnt á efnahagshorfur síðan í maí í hittifyrra. Fréttablaðið/AFP
Íbúar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa ekki verið bjartsýnni um horfur í efnahagslífinu í tæp tvö ár, samkvæmt niðurstöðum könnunar á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) og birtar voru í gær.

Væntingarvísitala íbúa ESB-landanna fór úr 60,4 stigum í 63,9 stig, sem jafngildir 5,8 prósenta hækkun. Í evrulöndunum jukust væntingar um tæp 3,9 prósent. Væntingarvísitalan hefur ekki hækkað síðan í maí í hittifyrra.

Niðurstaðan er talsvert meira en hagfræðingar gerðu ráð fyrir og þykir bera þess merki að neytendur telji vera að draga úr niðursveiflu efnahagslífsins.

Howard Archer, hagfræðingur hjá IHS Global Insight, segir í samtali við AFP-fréttastofuna niðurstöðuna vísa á gott „Þetta eru vísbendingar um að neytendur telja efnahagshvata og björgunaraðgerðir geta snúið þróuninni við,“ segir hann og bætir við að hjöðnun verðbólgu innan efnahagsbandalagsins eigi hlut að máli. Á móti dragi mikið atvinnuleysi innan ESB úr þeim, að hans mati. - jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×