Viðskipti erlent

Gjaldþrotatölur í Danmörku versna, met slegið í nóvember

Alls urðu 599 fyrirtæki í Danmörku gjaldþrota í nóvember og hafa gjaldþrot þar í landi ekki verið fleiri í einum mánuði áður. Fjöldinn slær metið sem sett var í desember í fyrra þegar 596 fyrirtæki lýstu sig gjaldþrota.

Samkvæmt frétt um málið í Politken er fjöldi gjaldþrotanna mestu á höfuðborgarsvæðinu eða 279 talsins. Fjón er hinsvegar það svæði í Danmörku þar sem fjölgun gjaldþrota er hlutfallslega mestur miðað við nóvember í fyrra.

Þá kemur fram að gjaldþrotum fjölgar einnig mikið á Grænlandi og í Færeyjum miðað við sama tíma í fyrra.

Það eru einkum fyrirtæki í hótel- og veitingageiranum sem lýst hafa sig gjaldþrota í síðasta mánuði.

Á móti þessu voru nýskráningar fyrirtækja í Danmörku 1.290 talsins í nóvember en voru 1.715 talsins í sama mánuði í fyrra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×