Viðskipti erlent

Deutsche Bank þrefaldar hagnað sinn milli ára

Deutsche Bank skilaði uppgjöri sínu fyrir þriðja ársfjórðung í morgun. Hagnaður bankans nam 1,4 milljörðum evra, eða um 256 milljörðum kr. Er þetta þrefalt meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra er hann nam 435 milljónum evra.

Í frétt um málið á Bloomberg segir að hagnaður Deutsche Bank sé langt umfram væntingar sérfræðinga sem reiknuðu með að hann næmi rúmlega 800 milljónum evra.

Fram kemur að Josef Ackermann forstjóra Deutsche Bank hafi tekist að stíga til hliðar við kreppuna samtímis sem hann afþakkaði opinbera aðstoð.

„Deutsche Bank er klárlega einn af sigurvegurum fjármálakreppunnar," segir Christian Gattiker forstöðumaður alþjóðadeildar Bank Julius Baer & Co. Í Zurich. „Þeim tókst að snúa þróuninni við mun fyrr en allir aðrir."

Hlutabréf í Deutsche Banka hafa hækkað um 99% það sem af er árinu og er bankinn nú metinn á 34 milljarða evra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×