Handbolti

Skoraði sex mörk á fyrstu fimmtán mínútunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Óskarsson var að spila vel með Dunkerque.
Ragnar Óskarsson var að spila vel með Dunkerque. Mynd/Arnþór

Það má með sanni segja að Ragnar Óskarsson hafi skotið sína menn í gang í 23-20 sigri Dunkerque á Istres í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta um helgina. Ragnar skoraði 9 mörk í leiknum.

Ragnar byrjaði leikinn frábærlega og skoraði þrjú af sex fyrstu mörkum leiksins en Dunkerque komst í 6-0. Ragnar var síðan kominn með sex mörk eftir aðeins fimmtán mínútur í leiknum þegar staðan var orðin 10-3 fyrir Dunkerque.

Ragnar skoraði alls 9 mörk úr 12 skotum í leiknum þar af voru aðeins tvö þeirra af vítalínunni. Ragnar nýtti 6 af 9 langskotum sínum í leiknum.

Ragnar er búinn að skora 73 mörk í 18 leijum á tímabilinu og er sem stendur í 26. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×