Viðskipti erlent

Átta óskuldbindandi tilboð bárust í Skeljung

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur borist átta óskuldbindandi tilboð í 49 prósenta hlut í Skeljungi ehf. og tengdum félögum en umræddur hlutur var settur í opið söluferli í lok nóvember sl.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að þeim sex tilboðsgjöfum sem áttu hæstu óskuldbindandi tilboðin, verði gefinn kostur á áframhaldandi þátttöku í söluferlinu og veittur aðgangur að nánari upplýsingum um starfsemi og fjárhag fyrirtækisins.

„Skuldbindandi tilboðum með fyrirvara um áreiðanleikakönnun ber að skila í síðasta lagi mánudaginn 21. desember 2009. Skuldbindandi tilboð verða opnuð í viðurvist óháðs aðila. Í kjölfarið taka við viðræður við hæstbjóðendur," segir einnig.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×